Foreldrar

Í upphafi tengjast börn fjölskyldum sínum en ţegar út í samfélagiđ er komiđ eru ţađ oftar en ekki tengsl barnsins viđ leikskólann sem skipa ţar stóran sess. Ţađ er afar mikilvćgt ađ ţessi tengsl séu jákvćđ strax í upphafi en til ţess ađ svo sé ţarf ađ gefa barninu góđan tíma til ađ ađlagast leikskólanum, daglegum venjum hans og siđum. Ţađ er ţví mikilvćgt ađ góđ samvinna takist á milli foreldra og starfsfólks.

Starfsfólki skóla ber samkvćmt lögum ađ stuđla eins og hćgt er ađ jákvćđum skólabrag og starfsanda. Mikilvćgur liđur í ţví er ađ hrósa nemendum fyrir góđa hegđun og framfarir. Jákvćđ og uppbyggileg skilabođ kennara til foreldra/forráđamanna geta veriđ mikilvćgt mótvćgi viđ neikvćđar athugasemdir og ýtt undir jákvćtt viđhorf nemanda til skólans.  Jákvćtt viđhorf til skólans er til ţess falliđ ađ stuđla ađ meiri ánćgju, bćttri hegđun og aukinni virđingu fyrir öllum ađilum skólasamfélagsins.

Ţađ er mikilvćgt ađ góđ samvinna takist milli foreldra og starfsfólks. Oft veldur lítiđ atvik ţví ađ hegđun barnsins er ekki söm og áđur. Geta ţá upplýsingar auđveldađ foreldrum og starfsfólki ađ vinna úr ţeim málum.

Starfsfólkiđ leggur í upphafi grunn ađ samvinnu og byggist áframhaldiđ á viđleitni foreldra.

Í uppeldi barna eru foreldrar sérfrćđingarnir og ţeir sem fyrst og fremst ber skylda til ađ gćta hagsmuna barna sinna gagnvart öđrum. 

Ţađ er ţví miklvćgt ađ foreldrar séu alltaf vakandi yfir hagsmunum barna sinna og láti vita um leiđ og ţeim finnst eitthvađ skorta eđa skýringa er ţörf. 

Í skólanum eru mörg börn og ţví getur starfsfólki yfirsést vandamál sem koma upp ţó ţađ sé allt ađ vilja gert ađ bregađst viđ á réttan hátt. Ţess vegna er samstarf viđ heimilin okkur mjög nauđsynlegt til ađ öllum geti liđiđ vel í skólanum. 

Athugiđ !
Allt starfsfólk skólans er bundiđ ţagnarskyldu. Ţađ skal gćta ţagmćlsku um hagi barna og foreldra ţeirra sem ţađ fćr vitneskju um í starfi sínu. Ţagnarskylda helst ţótt viđkomandi láti af störfum.

í Álfaborg/Valsárskóla er foreldrar ávallt velkomnir í skólann og viđ leggjum áherslu á góđ samskipti. Látiđ ţví starfsfólk alltaf vita ef eitthvađ er og alltaf er sjálfsagt ađ hringja í skólann eđa senda póst til ţess ađ spyrjast fyrir um líđan barnsins eđa um eitthvađ sem virđist óljóst í skólastarfinu.

 

Valsárskóli  |  Svalbarđsströnd |  601 Akureyri  |  S. 464 5510  |  valsarskoli@svalbardsstrond.is
Leikskólinn Álfaborg  |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5505 |  alfaborg@svalbardsstrond.is
Tónlistaskóli Svalbarđsstrandar |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5519 | tonlist@svalbardsstrond.is 
VINABORG – VISTUN | S. 464 5517