Námiđ

Leiđtogasamfélagiđ

Í leiđtogasamfélaginu er lögđ áhersla á fjölbreyttar kennsluađferđir sem leggja áherslu á virkni nemenda. Reynt er ađ forđast kennsluađferđir ţar sem nemendur eru óvirkir í langan tíma. 

Samanburđur á hefđbundinni kennslu ţar sem nemendur eru óvikir og hugsmíđahyggju ţar sem lögđ er áhersla á virkni nemenda. 


 

Stigskiptur stuđningur

Markmiđ kennslu í Valsárskóla er ađ gera nemendur virka og sjálfstćđa og taka ţannig aukna ábyrgđ á eigin námi. Lykillinn af ţví ađ efla nemendur í ađ skipuleggja og meta eigin nám er stigskiptur stuđningur.

Stigskiptur stuđningur er kennsluađferđ sem byggir á ţví ađ kennarinn leiđir nemandann í gegnum lćrdómsferliđ og fćr nemandann til ađ taka aukinn ţátt í ţví sem fram fer. Áđur en stuđningurinn hefst ţurfa kennari og nemandi ađ rćđa saman um efniđ. Í samrćđunum tengir nemandinn hugmyndir sínar viđ inntak námsins og kennarinn ađstođar viđ ađ finna leiđir til ađ gera merkningabćrt nám ađ veruleika. 

Stigskiptum stuđningi má lýsa á einfaldan hátt međ ţessum skrefum:

1. Kennari gerir, nemandi horfir
2. Kennari gerir, nemandi hjálpar
3. Nemandi gerir, kennari hjálpar
4. Nemandi gerir, kennari fylgist međ
5. Nemandi deilir ţví sem hann hefur lćrt međ öđrum.


 

Leikurinn

Í leik eru nemendur alltaf virkir og ţví er mikilvćgt ađ nýta leik sem kennsluađferđ alltaf ţegar ţví er viđkomiđ. Allir starfsmenn skólans hafa fariđ á námskeiđ í kennsluađferđinni Leikur ađ lćra og eiga allir starfsmenn ađ nýta sér ađferđina í vinnu sinni.

Leikurinn í allri sinni fjölbreytni er kjarninn í starfi leiđtogasamfélagsins. Framtíđarsýn skólans miđlar ţeirri sýn ađ allt nám í skólanum sé unniđ í gleđi og ađ öll verkefni nemenda séu gćdd áhuga og ástríđu gagnvart viđfangsefninu.

Hlutverk kennara er ađ hlúa ađ leik barna, gefa honum rými og skipuleggja leikumhverfi barnanna ţannig ađ sem mest nám fari ţar fram. Fullorđnir og börn eru hluti af ţví umhverfi. Kennarar leggja áherslu á mikilvćgi leiksins til náms og ţroska. Til ađ nemendur lćri verđur skólagangan ađ vera skemmtileg.

Í Valsárskóla/Álfaborg reynum viđ ađ hafa margt fyrir stafni og viđ trúum ţví ađ fjölbreytni í nálgunum og vinnubrögđum geri skólann okkar betri. 

Til ađ tryggja fjölbreytni í kennsluađferđum er skóladeginum skipt upp í ólík viđfangsefni, ţar sem hver gerđ byggir á ákveđnum kennsluađferđum og ákveđinni nálgun á viđfangsefni.

"Leikur ađ lćra" er ţróunarverkefni sem Álfaborg/Valsárskóli vinnur í sameiningu međ Spóum (4 ára), 5 ára (Krummar) og 6 ára (1. bekkur). Heitiđ á verkefninu vísar til ţess ađ í ţví eru allir námsţćttir kenndir í gegnum leik.

Kennarar í Leikur ađ lćra ţetta skólaáriđ eru Guđfinna, Ţórdís, Bryndís og Harpa. 

Hér er hćgt ađ skođa markmiđ námsins


 

Íslenska og stćrđfrćđi

Í leikskólanum er íslenska og stćrđfrćđi kennd allan daginn. Málţroski barnanna er örfađur í gegnum leik og starf. Í grunngreinum er lögđ áhersla á vitsmunakenningar (cognitivism). Í ţessum tímum eru kennd grunnatriđi greinanna og ţar eru ákveđin grunnatriđi lögđ til grundvallar. Fyrst og fremst er lögđ áhersla á ákveđin ţekkingaratriđi ásamt ţví ađ ţjálfa nemendur í beitingu ţeirra. Kennsluađferđir eru bein kennsla og ţjálfunarćfingar. Í tímunum er fjölbreyttum nálgunum beitt í nálgun efnis og eru tímarnir skipulagđir fyrirfram međ ţađ í huga ađ festa námiđ sem best í huga nemenda. Kennarar í grunngreinum skila inn kennsluáćtlunum fyrir 6 vikur í einu ţar sem gert er grein fyrir kennsluađferđum, nálgunum og verkefnum. 

Í grunngreinunum fá nemendur áćtlanir í upphafi hverrar námslotu. Ţeir vinna ađ verkfefnum í tímum, í heimanámstímum einu sinni í viku, í almennum kennslutímum eđa heima. 


 

Erlend tungumál

Í Valsárskóla er enska er kennd frá 1. bekk og upp í 10. bekk en danska frá 5. bekk. Tungumálin eru kennd međ fjölbreyttum verkefnum (t.d. í hringekju) ţar sem kennarinn skipuleggur verkefnin en nemendur vinna sjálfstćtt í hópum ađ ţeim. Áhersla er lögđ á fjölbreytt verkefni og alhliđa ţjálfun. Í enskutímum er töluđ enska og í dönskutímum er töluđ danska (í ţađ minnsta viđ kennarann).


 

Leiđtogaţjálfun/Bekkjarfundir 

Fjórđi ţáttur dagsskipulagsins er almenn kennsla. Undir almenna kennslu flokkast bekkjarfundir og leiđtogaţjálfunartímar. Á bekkjarfundum er lögđ áhersla á tjáningu, kennd fundarsköp og unniđ međ samskipti. Skólastjóri kemur einu sinni í mánuđi og rćđir um leiđtogaţjálfun í bekkjartíma og í leiđtogaţjálfunartímum einu sinni í viku er áhersla á valdeflingu nemenda, sjálfsţekkingu og hópstjórnun. 

Létt útskýring á námskenningum. 
Vitsmunakenningar
Hugsmíđahyggja


 

Ţemanám / Hópastarf

Í ţemanámi er fyrst og fremst byggt á hugsmíđahyggjunni (constructivism) ţar sem nemendur ţróa eigin námsađferđir, vinna međ eigiđ áhugasviđ, ţjálfa sig í skapandi og gagnrýninni hugsun og reyna ađ láta sína eigin rödd hljóma í ţeim verkefnum sem ţau vinna. Allir bekkjar skólans vinna ađ sömu ţemaverkefnunum í sex vikur. Um leiđ og ţau vinna ný verkefni setja ţau verkefnin inn á heimasíđu. Allir nemendur skólans geta ţannig skođađ ţađ sem ađrir bekkir gera, séđ hugmyndir ţróast og sótt sér nýjar hugmyndir. Í lok hverrar lotu kynna allir bekkir verkefnin sín fyrir öđrum nemendum. Ţemaverkefnin eru kennd á ţriggja ára fresti og ţá geta nemendur skođađ aftur gömlu verkefnin sín og unniđ áfram međ ađ ţróa hugmyndir sínar.

Í Valsárskóla/Álfaborg hefur markmiđum Ađalnámskrár grunnskóla í list- og verkgreinum, upplýsinga- og tćknimennt, náttúru og samfélagsgreinum veriđ rađađ saman í 12 ţemaverkefni. Auk ţess eru markmiđ ţessara greina ásamt íslensku samţćtt í sex ţemavikur á ári. 

Í ţemanámi í Valsárskóla/Álfaborg er gengiđ eins langt og mögulegt er í átt ađ hugsmíđahyggju. Hugsmíđahyggjan leggur fyrst og fremst áherslu á nám frekar en kennslu og byggjir á ţví ađ nemendur séu sem virkastir í námi sínu.
Meginatriđi hugsmíđahyggjunnar eru ţau sem útfćrđ eru í ţemaverkefnum í Valsárskóla/Álfaborg.

Ţemaverkefnin eru eftirfarandi:
Hringrásir - Íslandssaga - Himingeimurinn - ,,Jafnrétti, lýđrćđi, sköpun" - Líkaminn okkar - Íslenskir ţjóđhćttir - Hafiđ og fjöllin -Landakort - Lífríki á landi og sjó - Saga mannkyns - Tćknin - Leiđtogasamfélagiđ

Til ađ ná ađferđum ţemanámsins nota kennarar ađferđir til ađ ađstođa nemendur ađ ţróa eigin námsađferđir (self develop learning) og stigskiptan stuđning (scaffolding).


 

Ţemavikur

Fjórum sinnum á ári eru ţemadagar í Valsárskóla ţar sem sérstök áhersla er lögđ á útivist, sköpun og frćđslu um nćrumhverfiđ.

Haustdagar
Fariđ í gönguferđir í umhverfinu, unniđ ađ endurbótum á útikennslusvćđi, vettvangsferđir, utanađkomandi ađilar koma og flytja fyrirlestra í 8.-10. bekk.

Jólaţema
Fjölbreytt föndur og verkefni tengd jólunum. Nemendur velja sér viđfangsefni út frá eigin áhugasviđi.

Árshátíđ og skólablađ
Ćfingar fyrir árshátíđ og unniđ ađ útgáfu skólablađs. Danskennsla. Unniđ bćđi út frá áhugasviđi og aldri.

Listaţema ađ vori
Stefnt er ađ ţví ađ fá erlenda listamenn til ađ vinna skapandi verkefni međ nemendum skólans. Listaverkefni verđa í bland viđ ýmiskonar vorferđir t.d. ferđ í Kjarnaskóg (ratleikur og grill). Á vordögum höfum viđ hjóladaga og ţá koma börnin međ hjólin sín og hjálma og hjóla á malbikinu, bćđi innan leikskólalóđar og á planinu hér fyrir utan. Á vordögum fáum viđ lögregluna á Akureyri til ađ koma og yfirfara hjól og hjálma og frćđa okkur um umferđarmál.

Samstarf Safnasafnsins og grunnskólans er árlegur viđburđur ađ vori. Nemendur vinna listaverk eftir ákveđnu ţema sem sýnt er á sumarsýningu safnsins.

 

Valsárskóli  |  Svalbarđsströnd |  601 Akureyri  |  S. 464 5510  |  valsarskoli@svalbardsstrond.is
Leikskólinn Álfaborg  |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5505 |  alfaborg@svalbardsstrond.is
Tónlistaskóli Svalbarđsstrandar |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5519 | tonlist@svalbardsstrond.is 
VINABORG – VISTUN | S. 464 5517