Námsgreinar

Í Álfaborg/Valsárskóla er skólaárinu skipt upp í 4 lotur og á milli ţeirra eru ţemavikur. Í hverri lotu eru ákveđin viđfangsefni í ţemanámi; samfélags- og náttúrugreinum, margmiđlun og list-og verkgreinum, íslensku, stćrđfrćđi og erlendum tungumálum. Ţemanám er kennt í leikskóladeild, yngsta stigi og miđstigi í grunnskólanum.

Nám í leik- og grunnskóla á ađ efla alhliđa ţroska nemenda. Ţessir meginţćttir og samspil ţeirra varđa líkamsvöxt barna og hreyfifćrni, tilfinningalíf, vitsmuni, félagsvitund og félagshćfni, fegurđarskyn og sköpunarhćfni, siđgćđi og lífsviđhorf. Stefna frćđsluyfirvalda á Íslandi er einstaklingsmiđađ nám án ađgreiningar. Ţađ ţýđir ađ nemandinn er í brennidepli í starfinu og starfshćttir eiga ađ taka miđ af ţroska og ţörfum hvers barns. Álfaborg/Valsárskóla reynir ađ samţćtta nám nemenda ţar sem ţví er viđ komiđ og ţví er mikilvćgt ađ námsviđ og námsţćttir fléttast inn í daglegt starf í skólanum.

Námsgreinar eru mikilvćgur hluti skólastarfs en ekki markmiđ í sjálfu sér.Ţađ er ekki hlutverk skóla ađ kenna námsgreinar heldur ađ mennta nemendur og koma hverjum og einum til nokkurs ţroska.

Í hópastarfi leikskólans er nemendum skipt niđur í hópa eftir aldri og getu. Markmiđiđ er ađ nemendur kynnist betur hvert öđru og starfsmađurinn geti einbeitt sér ađ hverjum einstaklingi fyrir sig. Unniđ er međ ákveđiđ ţema og verkefni unnin út frá ţví. Ţađ er gert međal annars í gegnum leik, myndlist og annađ skapandi starf. Í leikskólanum er nemendum skipt í 5 hópa. Elstu börnin eru í Krummahóp, nćst elsti árgangur í Spóahóp, ţá kemur Lóuhópur og Ţrastahópur og ţau allra yngstu köllum viđ Maríuerlur, ţau eru ekki í eiginlegu hópastarfi en fá samt smjörţefinn af ţví sem koma skal.

Í viđfangsefnum og ađferđum námsgreinanna kynnast nemendur ólíkum sviđum veraldarinnar; heimi hluta og hugmynda, náttúru og menningu. Ţeir frćđast um nćrumhverfi sitt og fjarlćg heimshorn, kynnast örheimi efnisagna og víđáttum geimsins. Námsgreinar gefa nemendum fćri á ađ kynna sér og rćđa siđi og lífshćtti, ţekkingu og hugmyndir, kenningar og stađreyndir, lögmál og reglur sem gefa lífi ţeirra og umhverfi merkingu og tilgang. Námsgreinarnar búa einnig yfir mismunandi ađferđum og verklagi, sem nýtast til náms og ţroska.

Í Álfaborg/Valsárskóla er skólaárinu skipt upp í 4 lotur og á milli ţeirra eru ţemavikur. Í hverri lotu eru ákveđin viđfangsefni í ţemanámi (samfélags- og náttúrugreinum, margmiđlun og list-og verkgreinum), íslensku, stćrđfrćđi og erlendum tungumálum. 

Yfirlit yfir ţemaverkefni

Yfirlit yfir ţemavikur

Skipting námsefnis í íslensku

Skipting námsefnis í stćrđfrćđi

Skipting námsefnis í erlendum tungumálum

Lifđu ţannig ađ ţú sért ţinn besti vinur
Elskađu án ţess ađ ţykjast
Hlustađu án ţess ađ verja eigin skođanir
Talađu án ţess ađ sćra neinn.

Samţykkt á kennarafundu apríl 2017

Valsárskóli  |  Svalbarđsströnd |  601 Akureyri  |  S. 464 5510  |  valsarskoli@svalbardsstrond.is
Leikskólinn Álfaborg  |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5505 |  alfaborg@svalbardsstrond.is
Tónlistaskóli Svalbarđsstrandar |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5519 | tonlist@svalbardsstrond.is 
VINABORG – VISTUN | S. 464 5517