Grunnţćttir menntunar

Samkvćmt ađalnámskrá leik- grunn- og framhaldsskóla frá árinu 2011 eru sex grunnţćttir menntunar lagđir til grundvallar í öllu námi. Ţeir eru: lćsi, sjálfbćrni, heilbrigđi og velferđ, lýđrćđi og mannréttindi, jafnrétti og sköpun.

Samkvćmt skólastefnu Álfaborgar/Valsárskóla bćtir skólinn viđ fjórum öđrum gildum en ţau eru: Virkni (leiđtogahćfni), Jákvćđ snerting, Umhyggja, Víđsýni. 

Í starfi Álfaborgar/Valsárskóla eru ţeir hafđir ađ leiđarljósi í efnisvali og inntaki náms, kennslu og leiks. Grunnţćttirnir eru settir fram til ţess ađ leggja áherslu annars vegar á samfélagsleg og siđfrćđileg markmiđ og hins vegar á markmiđ sem varđa menntun hvers nemanda. Í skólastarfinu er ţví mikilvćgt ađ skipuleggja starfiđ ţannig ađ nemendur lćri ađ tengja saman viđfangsefni og sjái ţannig tilgang í ţví starfi sem fram fer í skólanum. Álfaborg/Valsárskóli starfar í anda uppeldis til ábyrđar sem fellur mjög vel ađ ţessum áherslum.

Sá skilningur sem lagđur er í hvert hugtak grunnţáttanna á ađ vera rúmur og lögđ er áhersla á ađ ţćttirnir blandist hver öđrum og skólastarfinu öllu. Lögđ er áhersla á ađ kennsla og starfshćttir innan skólans fléttist saman viđ ţađ viđhorf ađ markmiđ menntunar sé ađ gera nemendur sem hćfasta til ađ leysa hlutverk sín í samfélagi nútímans og framtíđar. Hlutverk kennara er ađ taka frumkvćđi ađ breytingum á skólastarfi og stuđla ađ ţví ađ nemendur verđi ţar virkir ţátttakendur.


 

Lćsi

Međ lćsi í víđum skilningi er bćđi átt viđ tćknina sem felst í ţví ađ kunna ađ lesa og skrifa texta. Lćsi felur ţví í sér ađ nemandi geti fyrirstöđulaust nýtt sér ţá miđla og upplýsingatćkni sem völ er á í ţjóđfélaginu hverju sinni og geti einnig lesiđ í umhverfi sitt og margvíslegar félagslegar ađstćđur.

Lćsi sem grunnţáttur menningar felur ţví í sér lćsi á samfélag, menningu, umhverfi og náttúru ţannig ađ börn og ungmenni lćri ađ byggja sig upp andlega og líkamlega, ađ bjarga sér í samfélaginu og vinna međ öđrum. Ţannig skal stefnt ađ ţví ađ nemendur öđlist hćfni til ađ skynja og skilja umhverfi sitt á gagnrýninn hátt og taka ţátt í ađ móta ţađ.

Í skólanum hafa lestur, ritun, tjáning og hlustun mikiđ vćgi. Í leikskóla er lögđ áhersla á ađ lesa fyrir börnin, veita ţeim greiđan ađgang ađ lestrarefni, kynna fyrir ţeim náttúrulćsi og tengja stćrđfrćđilćsi viđ daglegt líf ţeirra. Í grunnskólanum heldur ţjálfunin árfram.

Nemendur á báđum skólastigum fá ţjálfun í öflun upplýsinga, greiningu á ţeim, túlkun og miđlun. Á báđum skólastigum lćra nemendur hugtök og lögđ er áhersla á ađ notkun ţeirra í réttu samhengi og yfirfćrslu á ólík fyrirbćri í samfélaginu og umhverfinu.

Elstu börnin í leikskóla og yngstu í grunnskólaum lćra samkvćmt hugmyndafrćđi Byrjendalćsis og er hugmyndafrćđi Leikur ađ lćra fléttađ inn í nám á öllum skólastigum. Nemendur 7. bekkjar taka árlega ţátt í Stóru upplestrarkeppninni. Allir nemendur eru hvattir til lestrar jafnt innan sem utan skólans auk ţess sem ,,yndislestur“ skipar mikilvćgan sess. Ţá er ađferđin pör ađ lćra saman (PALS) notuđ til ađ auka lestur og lestrarfćrni nemenda.

Lćsi í víđum skilningi - bćklingur frá Mennta- og menningarmálaráđuneytinu


 

Sjálfbćrni

Í menntun til sjálfbćrni felst vilji til ađ skapa samábyrgt samfélag ţar sem sérhver einstaklingur er ţroskađur sem virkur borgari, međvitađur um gildi, viđhorf og tilfinningar sínar. Í menntun til sjálfbćrni felst hugmyndin um ađ viđ berum öll ábyrgđ hvort á öđru og jörđin og náttúran í kringum okkur eru á ábyrgđ okkar allra. Sjálfbćrni snýst um umhverfiđ, ábyrgđ, virđingu, lýđrćđisleg vinnubrögđ og réttlćti í nútíma ţjóđfélagi og gagnvart komandi kynslóđum.

Í Álfaborg/Valsárskóla eru nemendur hvattir til gagnrýninnar umfjöllunar um viđfangsefni. Ţeir fá ýmis tćkifćri til ađ vega og meta ţađ námsefni sem veriđ er ađ fást viđ hverju sinni og draga ályktanir út frá ţví. Miđađ er ađ ţví ađ gera nemendum kleift ađ takast á viđ viđfangsefni er lúta ađ samspili umhverfis og félagslegra ţátta í ţróun samfélags. Lögđ er áhersla á ađ efla međ nemendum siđferđisleg gildi, virđingu og gagnrýna hugsun varđandi hnattrćn áhrif okkar og ađ nemendur geri sér grein fyrir ađ viđbrögđ á heimaslóđ skipti ekki síđur máli en ţátttaka á heimsvísu. Ţessi frćđsla fer einnig fram í samfélagsgreinum, lífsleikni og í útiskóla. Nemendur skólans taka virkan ţátt í verkefninu á grćnni grein.

Menntun til sjálfbćrni - bćklingur frá Mennta- og menningarmálaráđuneytinu. 


 

Heilbrigđi og velferđ

Skólar ţurfa ađ leggja grunn ađ líkamlegri, andlegri og félagslegri velferđ nemenda til lífstíđar. Umhverfi skóla ţarf ađ vera heilsueflandi ţar sem markvisst er hlúđ ađ ţroska og heilbrigđi hvers og eins. Nemendur ţurfa markvisst hreyfiuppeldi ţar sem lögđ er áhersla á frćđslu, ađ efla hreyfifćrni og ađ hvetja nemendur almennt til hreyfingar. Mennta ţarf nemendur og styđja ţá ţannig ađ ţeir geti tekiđ upplýstar og ábyrgar ákvarđanir í tengslum viđ eigiđ heilbrigđi. Allir nemendur ţurfa ađ fá tćkifćri til ađ njóta styrkleika sinna. Međ skýrum markmiđum skóla um líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigđi nemenda er stuđlađ ađ jákvćđum skólabrag, bćttum námsárangri og vellíđan nemenda.

Unniđ er eftir sérstakri forvarnar- og heilsustefnu í Valsárskóla skv. áćtlun um heilsueflandi skóla. Í skólanum er góđ ađstađa til íţróttaiđkunar. Lögđ er áhersla á reglubundna uppbyggilega forvarnarfrćđslu. Skólinn er ađili ađ verkefninu heilsueflandi grunnskóli og er unniđ skv. ráđleggingum landlćknisembćttisins um nćringu og hollustu í mötuneyti skólans,. Öflugt stođkerfi og rík hefđ fyrir teymisvinnu um málefni nemenda stuđlar ađ velferđ hvers einstaklings. Nemendur fá reglubundna frćđslu um heilbrigđi og velferđ. Í skólanum starfar náms- og starfsráđgjafi sem nemendur geta leitađ til međ hugđarefni sín, tryggt er ađ náms- og starfsráđgjafi rćđi viđ alla nemendur skólans á hverju skólaári. Í lífsleiknikennslu í öllum árgöngum er unniđ ađ heilbrigđi og velferđ nemenda s.s. ađ eflingu jákvćđrar sjálfsmyndar og góđra samskipta. Mikil áhersla er einnig lögđ á góđ samskipti heimila og skóla sem almennt stuđlar ađ velferđ nemenda. 

 Heilbrigđi og velferđ

Álfaborg/Valsárskóli er heilsueflandi grunnskóli. 

Í ćsku er grunnurinn lagđur ađ lífsvenjum fólks í framtíđinni. Börn og unglingar verja stórum hluta dagsins í grunnskólum landsins og eru ţeir ţví afar mikilvćgur vettvangur ţegar kemur ađ heilbrigđi og almennri velferđ ţessa hóps. Ţađ endurspeglast glögglega í lögum um grunnskóla. 
„Allir nemendur eiga rétt á kennslu viđ sitt hćfi í hvetjandi námsumhverfi í viđeigandi húsnćđi sem tekur miđ af ţörfum ţeirra og almennri vellíđan.“ 
„Í öllu skólastarfi skal stuđla ađ heilbrigđum lífsháttum og taka miđ af persónugerđ, ţroska, hćfileikum, getu og áhugasviđum hvers og eins.“ 
Lög um grunnskóla (91/2008)

Hugmyndafrćđi heilsueflingar og ţar međ taliđ heilsueflandi skóla gengur út frá ađ heilsa sé afurđ af samspili einstaklinga og ţess umhverfis sem ţeir búa í og taka ţátt í ađ skapa. Ţá er ekki ađeins átt viđ náttúrulegt umhverfi (t.d. veđur, loftgćđi, gróđur) og manngert umhverfi (t.d. húsnćđi, leikvelli og stíga) heldur einnig ríkjandi menningu og félagslegan stuđning, sem getur annađhvort stuđlađađ eđa grafiđ undan heilbrigđi.

Í stađ ţess ađ ábyrgđin sé eingöngu lögđ á herđar einstaklingum er ítrekađ hversu mikilvćgt er ađ nánasta umhverfi ţeirra, í ţessu tilfelli skólaumhverfiđ, bjóđi upp á ađstćđur ţar sem holla valiđ (t.d. dagleg hreyfing, uppbyggileg samskipti og hollt matarćđi) er auđvelda valiđ fyrir alla nemendur og starfsfólk skólans.

Meginmarkmiđ heilsueflandi skóla er ađ skapa góđan skólabrag og hafa jákvćđ áhrif á lífshćtti, heilsu og almenna velferđ barna á grunnskólaaldri. Til viđbótar viđ hreyfingu er horft til ţátta eins og matarćđis, geđrćktar og ađ sporna gegn ýmiss konar áhćttuhegđun, s.s. tóbaksneyslu, áfengisneyslu og neyslu ólöglegra vímuefna. Lykillinn ađ árangri er ađ grunnskólar setji fram heildrćna stefnu og ađgerđaáćtlun um heilsueflingu í sínu starfi sem byggist á markvissum, uppbyggilegum og styđjandi samskiptum á milli nemenda, starfsfólks skóla, foreldra og grenndarsamfélagsins

Stefna um heilsueflandi skóla. 

Ađgerđaráćtlun um heilsueflingu.


 

Lýđrćđi og mannréttindi

Gagnrýnin hugsun og ígrundun eru hornsteinn lýđrćđis- og mannréttindamenntunar sem skólum landsins er ćtlađ ađ rćkta skv.ađalnámskrá grunnskóla. Virđing fyrir mannréttindum, viđhorf, gildismat og siđferđi eru ríkir ţćttir í lýđrćđismenntun. Skólar ţurfa ađ mennta börn til ađ búa í lýđrćđisţjóđfélagi svo og ađ iđka starfshćtti sem byggja á lýđrćđi og mannréttindum í öllu skólastarfi. Skólasamfélagiđ allt ţarf ađ finna til samábyrgđar, međvitundar og virkni til ađ svo megi verđa.

Í Álfaborg/Valsárskóla er markvisst unniđ ađ ţví ađ fá einstaklinga og nemendahópa til ađ taka afstöđu til mála sem snerta nćrumhverfi ţeitta. Hver einstaklingur hefur möguleika á ađ taka ţátt í mótun skólastarfsins međ gagnrýninni og opinni samrćđu. Bekkjarfundir eru haldnir reglubundiđ hjá öllum árgöngum og skólaţing eru einnig vettvangur ţeirrar samrćđu. Nemendur á miđ- og unglingastigi taka ţátt í mati á skólastarfinu, bćđi međ árlegum nemendakönnunum sem og tillögum til úrbóta sem lögđ eru fram á skólaţingi. Í skólastarfinu er lögđ áhersla á ţjálfun lýđrćđislegra vinnubragđa, bćđi í almennu námi og í félagsstörfum. Reynt er ađ höfđa til áhuga nemenda og vilja ţeirra til ađ taka virkan ţátt í skólastarfinu og samfélaginu á jákvćđan hátt.

 Lýđrćđi og mannréttindi. Bćklingur frá Mennta- og menningarmálaráđuneyti.


 

Jafnrétti

Ţegar rćtt er um jafnrétti í daglegu tali er oft átt viđ stöđu og jafnan rétt kvenna og karla – kynjajafnrétti. Hinsvegar er jafnréttishugtakiđ víđfeđmara og nćr til mun fleiri ţátta. Í ađalnámskrá eru nokkrir ţeirra tilteknir en ţađ eru aldur, búseta, fötlun, kyn, kynhneigđ, litarháttur, lífsskođanir, menning, stétt, trúarbrögđ, tungumál, ćtterni og ţjóđerni.

Hugtakiđ jafnrétti er líka nátengt hugtökunum mismunun og misrétti, jafnréttishugtakiđ gengur gegn mismunun. Jafnréttismenntun vísar til inntaks kennslu, kennsluhátta og námsumhverfis og áhersla skal lögđ á umburđarlyndi og víđsýni gagnvart ólíkri menningu, ţjóđerni, trúarbrögđum, lífsskođunum, kynhneigđ og fötlun.

Jafnrétti er grundvallarregla íslenskrar stjórnskipunar og tryggt í 65. grein stjórnarskrárinnar en ţar segir: „Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferđis, trúarbragđa, skođana, ţjóđernisuppruna, kynţáttar, litarháttar, efnahags, ćtternis og stöđu ađ öđru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“Öll viđfangsefni skólastarfs eiga ađ grundvallast á jafnrćđi og jafnrétti. Efla ţarf skilning nemenda á stöđu kynjanna í nútíma ţjóđfélagi og búa bćđi kynin jafnt undir virka ţátttöku í samfélaginu, hvort heldur sem er í einkalífi, fjölskyldulífi eđa atvinnulífi.

Jafnrétti - Bćklingur frá Mennta- og menningarmálaráđuneytinu. 
Jafnréttisáćtlun Álfaborgar/Valsárskóla. 


 

Sköpun

Hvort er stćrđfćđi uppfinning eđa uppgötvun? 

Um sköpun segir í ađalnámskrá grunnskóla: Nám á sér stađ ţegar nemandi vinnur međ áreiti, tengir ţađ fyrri ţekkingu og skapar nýja. Sköpunargleđi leiđir til námsáhuga ţegar börn og ungmenni skynja merkingu viđfangsefnanna og geta tengt ţađ viđ raunverulegar ađstćđur. Sköpun byggist á gagnrýnni hugsun og ađ geta fariđ út fyrir mengi hins ţekkta og ţar međ aukiđ ţekkingu sína og leikni. Sköpun sem grunnţáttur skal stuđla ađ ígrundun, persónulegu námi og frumkvćđi í skólastarfi. Sköpun er grunnurinn hlut ađ ţví ađ horfa til framtíđar og móta sér framtíđarsýn, taka ţátt í mótun lýđrćđissamfélags og skapa sér

Í Álfaborg/Valsárskóla fléttast sköpun inn í allt nám nemenda. Fjölbreyttir kennsluhćttir ţar sem áhersla er lögđ á hlutbundna vinnu, útinám og mismunandi útfćrslur á verkefnaskilum hefur fest sig í sessi á síđustu árum. Sem dćmi má nefna ađ í námslotunni  Jafnrétti -Lýđrćđi og sköpun sem er hluti af ţemanámsverkefnum skólans er hugmyndaflugi og sköpunarkrafti nemenda gert hátt undir höfđi. Nemendur velja sér verkefni sem ţeir kynna sér frá sem flestum hliđum og kynna eftir eigin höfđi í lokin. Ţá er rík hefđ fyrir byrjendalćsisverkefnum hjá yngri deildum skólans ţar sem nemendur eiga stóran ţátt í ađ skapa verkefniđ og vinna á lýđrćđislegan hátt.

Í kjölfar nýrrar ađalnámskrár er skólinn ađ móta sér skýrari stefnu um hvernig sköpun getur tengst inn í sem flestar námsgreinar og á öllum aldursstigum sem sést međal annars í markmiđssetningu skólans. 

Á hverju ári taka allir nemendur skólans ţátt í degi Safnasafnsins. Ţá vinna nemendur listaverk sem eru á sumarsýningu Safnasafnsins. Ţetta samstarf skólans og Safnasafnsins hefur stađiđ yfir í mörg ár viđ góđan orđstír. Unniđ er út frá mismunandi ţema á hverju ári. Álfaborg/Valsárskóli hefur veriđ í samstarfi viđ starfandi listamenn frá ýmsun löndum undanfarin ár. Listamennirnir koma í skólann og vinna međ nemendum ađ listsköpun, nokkra daga í senn.


 

Leiđtogahćfni

Leiđtogahćfni sem byggst á sjálfsţekkingu og sjálfstjórn.
Uppeldisstefnan öll svo og međferđ agamála og einstaklingssamtöl miđa ađ ţví ađ nemendur ţekki ţarfir sínar og tilfinningar og geti gert öđrum ţćr ljósar. Leitađ er leiđa til ađ koma hćfileikum nemenda í framkvćmd, međ ţví ađ uppgvöta ţá, finna út hvernig ţeir geta nýst til góđs og ađ lokum koma ţeim í framkvćmd.  

Ađ ţekkja og skilja eigin tilfinningar, kunna góđ samskipti, kunna ađ eignast og halda vinum, kunna ađ leysa ágreining á góđan hátt og ţar fram eftir götunum. Ţetta er fćrni sem ekki allir eiga auđvelt međ en er alveg hćgt ađ kenna. Viđ ţyrftum ađ vera međ námsefni á hverju einasta stigi en mikilvćgt ađ ţar sé notast viđ gagnreyndar ađferđir,

1.-2. bekkur - ađ ţekkja eigin tilfinningar - setja orđ á tilfinningar - ţekkja ţessar tilfinningar hjá öđrum. Ađ lifa sínar eigin tilfinningar - núvitund - ađ upplifa stađ og stund.

3.-4. bekkur - Ađ lćra ađ skynja og taka mark á eigin tilfinningum - ađ setja sín eigin mörk - unniđ međ tilfinningalegrar viđkvćmni og vanhćfni viđ ađ ráđa viđ eđa höndla erfiđar tilfinningar. TIlfinningar eru tilfinningar - hvorki góđar né slćmar.

5.-6. bekkur - kynferđisleg mörk - tilfinningar og kynferđisleg hegđun. Rétt og rangt - ólík reynsla einstaklinga. Ađ ţola óöryggi og streitu.  Ađ auka ţol viđ mótlćti og standast erfiđar tilfinningar. Vanlíđan er hluti af lífinu og ekki alltaf hćgt ađ komast hjá ţví

7.-8. bekkur - samskipti - ađ stjórna reiđi og hafa hemil á sjálfum sér - rćđa hvernig einstaklingar bregđast oft mjög harkalega viđ af litlu áreiti eđa tilefni og hvernig er unnt ađ ná jafnvćgi á ný, Núvitund

9.-10. bekkur. Ađ horfast í augu viđ sjálfan sig međ stolti og gleđi. Rćtt um erfiđar tilfinningar hvernig viđ göngumst viđ ţeim og vinnum međ ţćr. Berskjöldun - heiđarleiki - leiđtogahćfni. Mótsagnakennd reynsla. AĐ auka sjálfstraust međ ţví ađ tjá tilfinningar sínar og hugsanir á viđeigandi hátt og standa međ sjálfum sér.

 

Leiđtogasamfélagiđ er skólastefna sem bćtir ţremur ţáttum viđ uppbyggingastefnuna. 

 • Viđ bćtum viđ áherslu á ađ skólinn sé samfélag ţar sem allir einstaklingar eru jafngildir og geta allir haft áhrif
 • Viđ kennum sjálfsţekkingu, sjálfsstjórn og félagshćfni sem eru grunnur af góđum leiđtoga. 
 • Viđ ţjálfum leiđtogahćfni sem byggir á tengslastjórn. Tengslastjórnun má á ýmsan hátt líkja viđ félagsvitund enda snýst hvort tveggja um samskipti og félagsleg fćrni. Til ađ geta nýtt sér tengslastjórnun ţarf ađ nýta sér sjálfsţekkingu, sjálfsstjórn og félagshćfni.

Tengslastjórnun tekur til sýnilegustu tćkjanna sem notuđ eru eins og til dćmis leiđtogahćfni, sannfćringakrafts, breytingastjórnun, ágreiningsstjórnun og hćfileikann til ađ vinna í hóp eđa öđru samstarfi. Lykilatriđi hér er ađ hafa hćfni í ađ stjórna tilfinningum annarra til ađ getađ haft áhrif á ţá. Sú framkoma og hegđun sem fólk sýnir hefur áhrif á viđbrögđ annarra og sumir virđast eiga auđveldara međ ađ hrífa ađra međ sér og fá ţá til ađ fylgja sér. Samkvćmt Goleman o.fl. (2004) er ţessi ţáttur einn sá mikilvćgasti til ađ fólk ađ nái árangri í starfi, sérstaklega í stjórnunarstörfum.


 

Jákvćđ snerting

Okkur er eđlislćgt ađ snerta hvert annađ og í sjálfu sér er nudd ekkert annađ en ein tengund snertingar sem er framkvćmd á ómeđvitađan eđa međvitađan hátt. Nudd er samheiti yfir ćvafornar ađferđir ţar sem hendi eđa höndum er stokiđ eđa ţrýst á húđ nuddţega og tilgangurnn hefur alltaf veriđ ađ miđla kćleika og umhyggju, auka vellíđan, róa, hressa, slaka , örva eđa lina ţjóningar ţess sem nuddiđ fćr. 

Fyrstu heimildir um nudd eru taldar 5000 ára gamlar og síđan ţá hafa áhrif nudds veriđ rannsökuđ og eru orđin nokkuđ ţekkt. Niđurstöđur fjölda rannsókna benda allar til ţess ađ nudd leiđi  til heilbrigđara, hamingjusamra og rólegrar lífs. 

Í samfélagi ţar sem snerting er auđvelt er ađ líta á hvers kyns snertingu sem ógn í samskiptum milli manna er mikilvćgt ađ ţroska međ nemendum skilning á jákvćđri og neikvćđri snertingu. Nuddiđ er markviss snerting ţar sem hćgt er ađ leiđbeina og skynja ólíkar gerđir af snertingu og gefa sér tíma til ađ skynja hvernig upplifunin er.   

Markmiđ međ nuddkennslu í Álfaborg/Valsárskóla er ađ:

 • Kenna börnum ađ rćkta líkama sinn og tilfinningar međ nuddi og nota nudd sem leiđ til ađ tengjast félögum sínum og rćkta međ sér félagsţroska. 
 • Kenna nemendum ađ nota nudd sem miđil í samskiptum sín á milli
 • fá ţau til ađ skynjda betur tilfiingar sínar og gera sér grein fyrir tilfinningum annarra
 • gefa ţeim tćkifćri til ađ slaka á og treysta öđrum fyrir sjálum sér. 
 • Nemendum sem er lćrt ađ gefa og ţiggja nudd er ţađ til góđs.

(Byggt á óbirtri ritgerđ Dýrleifar Skjóldal, nuddara og leikskólakennara)


 

Umhyggja

Umhyggja eru hugmynd sem einkenna ţarf starf allra kennara í Álfaborg/Valsárskóla. Međ ţví ađ vera góđar fyrirmyndir verđa nemendur umhyggjusamari og mynda sterkari tengsl.

Í skóla ţar sem umhyggja ríkir eru nemendur og starfsmenn öruggir. Ţeir vita til hvers er ćtlast af ţeim og ţeir finna ađ hlutverk ţeirra skipta máli. Ţeir finna ţađ líka ađ öđrum nemendum og starfsmönnum er annt um ţá. Umhyggja er ávallt mikilvćg en ţó einkum á tímum breytinga. Breytingum fylgir oft óöryggi og streita og getur umhyggja dregiđ úr slíkum áhrifum.

Ţađ er oft talađ um ađ ţađ sem greinir á milli góđra og slćmra samskipta sé ađ rót góđra samskipta ţurfi alltaf ađ vera umhyggja.  Ef viđ berum alltaf umhyggju fyrir ţeim sem viđ erum í samskiptum viđ getum viđ veriđ hreinskiptin og heiđarleg án ţess ađ ţađ sćri eđa meiđi.   Umhyggja eru djúpar tilfinningar sem kalla fram jákvćđni og vćntumţykkju hjá öđrum. Umhyggja er ţví öđrum frekur tengslahugtak. Gagnkvćm virđing og umhygga eru mikilvćgur grunnur farsćlla samskipa. Í orđinu umhyggja felst ákveđnin nálćgđ sem vísar til tilfinningalegra sambanda. Allir hafa ţörf fyrir umhyggju og löngunin erftir henni er sammmannleg óháđ menningu og tungu.

Rannsóknir sýna ađ umhyggja hefur jákvćđ áhrif á hollustu, afköst og sköpunarmátt. Áhrif umhyggju á heilsu eru einnig ţekkt, en umhyggja stuđlar ađ bćttri heilsu, bćđi andlegri og líkamlegri.

Margt af ţví sem umhyggja felur í sér er einfalt í framkvćmd. Ţađ er t.d. einfalt ađ hrósa og sýna öđrum áhuga. Ţađ er líka einfalt ađ gleđjast međ öđrum. Viđ vitum ţetta öll en hversu dugleg erum viđ ađ iđka umhyggju?

Viđ í Álfaborg/Valsárskóla skorum á alla sem lesa ţetta ađ hrósa og sýna öđru fólki áhuga, hvort sem er í skólanum eđa annars stađar. Ţađ gerir lífiđ léttara....og skemmtilegra.

(Byggt m.a. á óbirtri ritgerđ Dýrleifar Skjóldal, nuddara og leikskólakennara)

Umhyggja í kennslu (Gentle Teaching)

Ein leiđ sem viđ í Álfaborg/Valsárskóla reynum til ađ láta umhyggju móta samkskipti okkar byggir á hugmyndinni um gentle teaching. Í öllum störfum nemenda og starfsmanna er reynt ađ skapa traust á milli einstaklinga og eru refsingar, líkamlegar eđa andlegar aldrei notađar til ađ ná fram breytingum.

Markmiđ umhyggjunnar er ađ kenna, hlúa ađ og viđhalda reynslu nemenda og upplifun af tengslum, vináttu og ţví ađ vera hluti af skólasamfélaginu.

Umhyggja í kennslu byggir á fjórum grunnstođum:

 • Öryggi: líkamlegt og andlegt öryggi. Ađ einstaklingur upplifi sig öruggan í skólanum og umhverfi hans.
 • Umhyggja í kennslu er skilyrđislaus og ţví er aldrei ásćttanlegt ađ svara í sömu mynt eđa veita neikvćđum tilfinningum útrás í samskiptum. 
 • Viđ sýnum hvert öđru umhyggju: Í skólanum eru viđ fyrst og fremst manneskjur og ţví gefum viđ öđrum hlutdeild í lífi okkar međ gagnstćđum kynnum án tillits til stöđu eđa verkefna. 
 • Ţátttaka: ţátttaka er andstćđa einmanaleika. Allir eru hvattir til ţátttöku í samfélaginu međ ţví ađ skapa svigrúm í tíma og ađstćđum til samrćđna og áhrifa.  Ţátttaka einstaklinga gefur ţeim tćkifćri til ađ gera eitthvađ fyrir sjálfan sig, međ öđrum og fyrir ađra.

Allir einstaklingar eiga sína sögu, minningar, styrkleika og veikleika. Ţetta hefur áhrif á samskipti ásamt tilfinningum, óskum og löngunum. Umhyggja í kennslu leggur áhersla á ađ horfa á styrkleika einstaklinga og áherlsu á ađ viđ mćtum hvort öđrum međ virđingu og skilyrđislausri umhyggju í öllum ţeim ađstćđum sem upp geta komiđ. 

Verkfćri hugmyndafrćđinnar:

 • Orđ og tónn raddar: tala blíđlega. Tala rólega og velja orđ og tón af kostgćfni. 
 • Augu: horfa hlýlega. Vera međvituđ um augnsvip og nota hlýtt og gott augnaráđ.
 • Hendur: snerta hlýlega og af virđingu 
 • Nćrvera: vera til stađar. 

Hugmyndafrćđin undirstrikar mikilvćgi ţess ađ tala alltaf af vinsemd, horfa međ athygli og vćntumţykju, snerta af virđingu og vera gćtinn. Einnig er lögđ áhersla á ađhafa athygli á samskiptunum og vera til stađar.


 

Víđsýni

Víđsýni: Allt nám eykur víđsýni. Víđsýni ţroskar gagnrýna hugsun og međ víđsýni ćtti fólk ađ leitast viđ ađ sjá mismunandi sjónarmiđ og leita lausna. Víđsýnn skóli metur námsgreinar jafnt, telur ,,allar greindirnar” jafn mikilvćgar og leggur áherslu á fjölbreytt vinnubrögđ.

Fjölhyggja er einkenni víđsýnnar ţjóđar. Hún hengir sig ekki í smáatriđin og festir sig ekki í einni kenningu, ţví ţađ er sama hvađan gott kemur. Hún velur ţađ sem nýtist flestum, ţótt ţađ komi úr óvćntri átt. Hún er frjálslynd og virđing er hennar dyggđ.

Ef viđ segjum ađ skammsýni fari í hringi og framsýni áfram eftir fyrirframákveđinni línu, ţá er víđsýni spírall – lína sem hringast eins og gormur, strengd milli náttúru og borgar.

Víđsýnt viđhorf hćgir á tímanum, ellefta stundin rennur ekki upp og kapphlaupiđ viđ tímann rennur sitt skeiđ. Betri tími gefst til ađ ala upp börn, kanna kringumstćđur, meta gögn, meiri tími til ađ íhuga framtíđina og fortíđina, hyggja ađ náttúruauđlindum, nćstu kynslóđum, hlýnun jarđar af mannavöldum og hvađ skapi hamingju og hvađ ekki.

Víđsýn ţjóđ er ágćtt (langtíma)markmiđ. Útsýniđ er mikiđ og fordómar naumt skammtađir. Sérkenni hennar er yfirvegun, stöđugleiki og víđskyggni.


 

 

Valsárskóli  |  Svalbarđsströnd |  601 Akureyri  |  S. 464 5510  |  valsarskoli@svalbardsstrond.is
Leikskólinn Álfaborg  |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5505 |  alfaborg@svalbardsstrond.is
Tónlistaskóli Svalbarđsstrandar |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5519 | tonlist@svalbardsstrond.is 
VINABORG – VISTUN | S. 464 5517