Námsmat

Námsmat í Valsárskóla byggir á hćfniviđmiđum ađalnámskrár og leiđbeinandi mati. Megintilgangur námsmats er ađ leiđbeina nemendum um námiđ og hvernig ţeir geti náđ markmiđum ţess. Mat er unniđ jafnt og ţétt yfir veturinn út frá markmiđum og er skráđ jafnóđum inn í mentor og er ţannig ađgengilegt nemendum og foreldrum jafnóđum og metiđ er. Lögđ er áhersla á fjölbreytt námsmat s.s. sjálfsmat, kannanir, munnleg og skrifleg verkefni, einstaklings- og hópverkefni, félagamat, sóknarkvarđa og matsmöppur.

Nemendur í Valsárskóla taka samrćmd próf í 4. 7. og 10. bekk. Ţeim er ćtlađ ađ mćla hvort markmiđum ađalnámskrár hefur veriđ náđ og gefa nemendum, foreldrum, starfsmönnum skóla og frćđsluyfirvöldum upplýsingar og viđmiđanir á landsvísu.

Leshrađapróf Menntamálastofununar eru lögđ fyrir í öllum bekkjum í september, janúar og maí. Lćsisstefnu er hćgt ađ skođa nánar hér.

Í ţemanámi er lykilhćfni nemenda metin og gefnar einkunnir í bókstöfunum A,B,C,D. Lykilhćfniţćttirnir eru eftirfarandi:

 • Skipulag og mat á eigin námi
 • Skapandi og gagnrýnin hugsun
 • Sjálfstćđi og samvinna
 • Nýting miđla og upplýsinga

Í Álfaborg/Valsárskóla er einstaklingsmiđađ nám. Einstaklingsmiđun felst í ţví ađ nemendur sem eiga erfitt međ ađ tileinka sér námsefniđ fá lengri tíma til ađ leysa verkefni og ađstođ eftir ţörfum, t.d. hjálpargögn, ađlöguđ próf, upplestur og munnleg verkefni. Ţeir nemendur sem einhverra hluta vegna ná ekki tilćtluđum markmiđum og eru međ ađlagađ námsefni eru stjörnumerktir í námsmati og er ţađ gert međ samţykki og undirskrift foreldra.

Mat á námi og velferđ barna er mikilvćgur ţáttur í leikskólastarfi. Í ađalnámskrá leikskóla 2011 var sú stefna mörkuđ ađ námsmat eigi ađ taka miđ af áhuga barna, getu ţeirra og hćfni. Ţegar fylgst er međ ţroska, námi og velferđ barna er lögđ áhersla á: 

 • Alhliđa ţroska
 • Sjálfstćđi
 • Áhugasviđ
 • Ţátttöku í leik úti og inni
 • Félagsfćrni og samkennd
 • Frumkvćđi og sköpunarkraft
 • Tjáningu og samskipti

Í leikskóla er grunnţćttir metnir jafnt og ţétt yfir skólaáriđ. Hćfnisviđmiđ námsţáttana eru sett fram í Ţemahefti um námsmat í leikskóla sem Mennta- og menningarmálaráđuneytiđ hefur látiđ vinna

Í Álfaborg er hreyfiţroski (gróf og fínhreyfingar) metin tvisvar á ári. Í kjölfar matsins eru haldnir foreldrafundir ţar sem gerđ er grein fyrir niđurstöđunum. Starfsfólk skólans sér um ađ ţjálfa nemendur í ţeim ţáttum sem veikastir eru hjá nemendum. Ef veruleg frávik eru í hreyfiţroska er leitađ lausna hjá sérfrćđngum utan skólans. 

Matslistar fyrir hreyfi- og málţroski. 1.-2. ára
Matslistar fyrir hreyfi og málţroska. 3.-5. ára

Í Álfaborg er markvisst fylgst međ málţroska barna frá 3 ára aldri. Í kjölfar matsins eru haldnir foreldrafundir ţar sem gerđ er grein fyrir niđurstöđunum.

Matslistar fyrir málţroska. 3.-5. ára

Valsárskóli  |  Svalbarđsströnd |  601 Akureyri  |  S. 464 5510  |  valsarskoli@svalbardsstrond.is
Leikskólinn Álfaborg  |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5505 |  alfaborg@svalbardsstrond.is
Tónlistaskóli Svalbarđsstrandar |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5519 | tonlist@svalbardsstrond.is 
VINABORG – VISTUN | S. 464 5517