Um skólann

Grunn- leik- og tónlistarskóli á Svalbarđsstönd. 

Álfaborg/Valsárskóli er á Svalbarđsströnd í Suđur-Ţingeyjarsýslu, viđ austanverđan Eyjafjörđ. Ţađan eru um 12 kílómetrar til Akureyrar. Skólahverfiđ liggur frá Veigastöđum í suđri til Garđsvíkur í norđri.

Álfaborg/Valsárskóli var settur saman úr grunnskólanum Valsárskóla og leikskólanum Álfaborg sumariđ 2015 og áriđ 2016 bćttist Tónlistaskóli Svalbarđsstrandar viđ. 

Skólinn er rekinn í ţremur deildum, leikskóladeild, grunnskóladeild og tónlistaskóladeild. Auk ţess er í skólanum starfrćkt frístund fyrir nemendur í 1.-4. bekk eftir ađ grunnskólanum lýkur. 

Skólastjóri Álfaborgar/Valsárskóla er Inga Sigrún Atladóttir

Saga Valsárskóla

Grunnskólinn

Saga skólahalds á Svalbarđsströnd nćr samkvćmt heimildum aftur til ársins 1902. Ţá tóku búendur sig saman um heimafrćđsla og framströndungar tóku sig saman um ađ ráđa kennara og var Sigríđur Ţorláksdóttir ráđin til starfa, hún tók svo viđ viđ skólastjórastöđu farskólans sem rekinn frá ţví ađ frćđslulögin voru sett 1907 og fram til ársins 1922 ţegar lokiđ var viđ byggingu samkomuhúss hreppsins ţar sem neđrihćđ hússins var nýtt var sem skólastofur og í salnum á efrihćđinn var kennd leikfimi á vetrum til ársins 1970. 

Ţá var skólahald flutt í nýtt skólahúsnćđi ţar sem nú er leikskólinn en kennsla unglingastigs var flutt á Hrafnagil 1971 og dvöldu nemendur í heimavist fyrstu árin eđa til 1989 og voru ţá keyrđir daglega í skólann. Frá sama tíma fór íţróttakennsla ţar einnig á Hrafnagili ekki voru ţó allir á eitt sáttir. Svalbarđsstrandarhreppur tók ţátt í uppbyggingu skólahúsnćđisins á Hrafnagili en mikill hugur var ţó í sveitungunum um byggingu íţróttahúss og ađ grunnskólakennsla sveitarinnar fćri öll fram hér heima og ţví var hafist handa viđ ađ byggja húsnćđi sem uppfyllti vćntingar fólks. Áriđ 1995 var svo flutt í nýtt skólahúsnćđi og íţróttahús. Blásiđ var til samkeppni um nafn á nýja grunnskólanum og hlaut hann nafniđ Valsárskóli.

 Áriđ 2004 var tekin í notkun 420 fermetra viđbygging viđ skólann og áriđ 2005 voru verkmenntastofur í gamla skólahúnćđinu í leikskólanum endurgerđar ásamt skólaleikvelli međ nýjum leiktćkjum. Sparkvöllur viđ skólann var tekinn í notkun haustiđ 2008. Skólahúsnćđiđ telur alls um 1715 fermetra og hluti ţess er jafnframt nýttur sem félagsađstađa sveitarfélagsins.

Í fjölda ára hefur veriđ í bođi hádegismatur í skólanum. Um tíma buđu svo kúabćndur uppá fría mjólk fyrir skólana en allmörg undanfarin ár hefur sveitarfélagiđ bođiđ uppá frían hádegisverđ fyrir alla nemendur, ekki veit ég hvort viđ séum brautryđjendur í ţví en eitt er víst ađ nú eru einhver  sveitarfélög farin ađ gera slíkt hiđ sama eđa eru ađ setja ţađ á áćtlun hjá sér. 

Haustiđ 2008 tók til starfa skólavistun fyrir nemendur í 1. - 4. bekk. Síđan ţá hefur veriđ bođiđ uppá vistun fyrir yngstu nemendurna á starfstíma grunnskólans

 


 

Leikskólinn

Leikskóli var stofnađur á Svalbarđsströnd 1993. Hann tók til starfa 15. mars í húsnćđi kaupfélagsins sem ţá var hćtt rekstri. Tillögur um nafn á leikskólann voru gerđar međal foreldra og var nafniđ Álfaborg valiđ. Opnunartími var kl. 08-13.00 og rými fyrir 20 börn.

Leikskóli sem bar nafniđ Álfaborg opnađi í gamla grunnskólahúsnćđinu 31. júlí 1995. Ţá var bođiđ upp á nokkra vistunartíma og var leikskólinn opinn frá kl. 07.45 – 17.15. Frá 1. september 2001 hafa öll börnin komiđ á morgnana og eru mislangt fram á daginn. 

Í dag er leikskólinn opinn frá kl. 07.30- 16.15. Frá upphafi var leikskólinn ein deild fyrir 2-6 ára börn. Haustiđ 2005 var 150m2 nýbygging tekin í notkun og breytti hún ađstöđunni til hins betra. Sumariđ 2006 var síđan eldri hluti skólans endurbćttur, forstofa löguđ og ađskilin frá grunnskólainngangi, settur hiti í gólf, ný gólfefni, nýjar hurđir og sena fćrđ yfir í húsnćđi leikskólans. Um áramót 2005-2006 varđ sú breyting ađ inntökualdur var fćrđur niđur í 18 mánuđi og frá haustinu 2016 var fariđ ađ taka inn börn frá 9 mánađa aldri á sérstakri ungbarnadeild viđ skólann.

Leikskólastjóri í Álfaborg frá stofnun leikskóla á Svalbarđsströnd til 1995 var Guđrún Jónsdóttir og frá 1995 til sameiningar skólanna var Ragna Erlingsdóttir leikskólastjóri. 


 

Grunnskólinn 

Grunnskólinn er fámennur skóli međ samkennslu nemenda. Fjöldi stöđugilda breytist í takt viđ nemendafjöldann hverju sinni. Skólaáriđ 2018-2019 eru 56 nemendur í fimm bekkjardeildum, í 1. - 2. bekk 12 nemendur, í 3. - 4. bekk 14 nemendur, í 5. - 6. bekk 9 nemendur, í 7. - 8. bekk 10 nemendur og í 9. - 10. bekk 11 nemendur.  

Haustiđ 2008 tók til starfa frístund fyrir nemendur í 1. - 4. bekk.

Saga skólahalds á Svalbarđsströnd nćr samkvćmt heimildum aftur til ársins 1902. Farskóli var rekinn frá ţví ađ frćđslulögin voru sett 1907 og fram til ársins 1922 ţegar lokiđ var viđ byggingu samkomuhúss hreppsins sem nýtt var sem skólahús á vetrum til ársins 1970. Ţá var skólahald flutt í nýtt skólahúsnćđi en kennsla unglingastigs og íţróttakennsla fór fram á Hrafnagili í Eyjafirđi og var nemendum ekiđ ţangađ daglega. Sundkennsla fór ţó fram í sundlaug Svalbarđsstrandarhrepps sem byggđ var 1931 og er svo enn. Svalbarđsstrandarhreppur tók ţátt í uppbyggingu skólahúsnćđis á Hrafnagili en mikill hugur var í heimamönnum um byggingu íţróttahúss á heimastađ og ađ grunnskólakennsla sveitarinnar fćri öll fram á heimavettvangi. Áriđ 1995 var flutt í nýtt skólahúsnćđi og íţróttahús. Nýi grunnskólinn fékk nafniđ Valsárskóli.

Stćrstur hluti eldra húsnćđis var tekinn undir rekstur leikskólans Álfaborgar. Áriđ 2004 var tekin í notkun 420 fermetra viđbygging viđ skólann og áriđ 2005 voru verkmenntastofur í gamla skólahúnćđinu í leikskólanum endurgerđar ásamt skólaleikvelli međ nýjum leiktćkjum. Sparkvöllur viđ skólann var tekinn í notkun haustiđ 2008. Skólahúsnćđiđ telur alls um 1715 fermetra og hluti ţess er jafnframt nýttur sem félagsađstađa sveitarfélagsins.

Arkitektar grunnskólans eru tveir. Bárđur Daníelsson hóf vinnuna en viđ skipulagningu og hönnun innanhúss tók Sigríđur Sigţórsdóttir hjá VA arkitektum ehf viđ en hún er einnig arkitekt viđbyggingar.


 

Tónlistarskólinn

Áriđ 2003 var stofnuđ Tónlistardeild viđ Valsárskóla. Á haustdögum 2009 tók sveitarstjórn Svalbarđsstrandarhrepps ţá ákvörđun ađ breyta Tónlistardeildinni í sjálfstćđa rekstrareiningu, Tónlistarskóla Svalbarđsstrandar.  Voriđ 2016 var horfiđ aftur til fyrra skipulags og er Tónlistarskólinn nú deild viđ sameinađan grunn- og leikskóla Svalbarđsstrandar.

Tónlistarskólinn er til húsa á neđri hćđ í suđurenda grunnskólans, Valsárskóla. Skólaáriđ 2018-2019 eru 55 nemendur í tónlistadeild – 19 í hálfu námi og 18 í fullu námi. Einnig stunda nemendur 3. - 10. bekkjar nám í skapandi tónlistarmiđlun ţar sem kenndar eru útsetningar og lagasmíđar í gegnum tölvur. Í forskóladeild eru 3 nemendur og 8 nemendur 1. bekkjar stunda nám í blokkflautu sem er skyldunám viđ tónlistadeildina. Kennt er á píanó/hljómborđ, gítar, rafgítar, rafbassi, slagverk og söng/raddţjálfun. Í vetur er ekki bođiđ upp á kennslu á blásturshljóđfćri önnur en blokkflautu. Jafnhliđa námi á hljóđfćri ţurfa nemendur ađ stunda nám í bóklegum frćđigreinum tónlistar s.s. tónfrćđi og tónheyrn. Auk ţess er lögđ rík áhersla á ýmiskonar samspili og vinnu í tónveri. Elsta deild leikskólans nýtur forskólanáms viđ skólann, eina kennslustund á viku. Rétt til hljóđfćranáms í einkatímum í Tónlistarskólanum hafa allir grunn- og framhaldsskólanemar međ lögheimili í sveitarfélaginu Svalbarđsstrandarhreppi. Innritun nýrra nemenda fer fram ađ hausti í upphafi skólaárs og stađfestingar nemenda frá einu skólaári til annars fara fram í aprílmánuđi. Reynt er ađ veita öllum nemendum sem sćkja nám viđ innritun inngöngu en ţađ rćđst af nemendafjölda og frambođi af hljóđfćrum, getur ţví biđlisti myndast. Forgang í inntöku nýnema hafa grunnskólanemar yfir framhaldskólanema, og yngri nemendur grunnskóla yfir ţá eldri. Breytingar á námstilhögun og/eđa innritun nýrra nema getur einungis veriđ ađ hausti eđa um annaskipti og ber ađ tilkynna slíkt skriflega međ útfyllingu eyđublađs sem ađgengilegt er á heimasíđu Tónlistarskólans. Breytingar og umsóknir eru ekki teknar gildar fyrr en eyđublađ hefur veriđ fyllt út og sent.

Handbók tónlistardeildar

 

Samţykkt á kennarafundi í apríl 2017

Valsárskóli  |  Svalbarđsströnd |  601 Akureyri  |  S. 464 5510  |  valsarskoli@svalbardsstrond.is
Leikskólinn Álfaborg  |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5505 |  alfaborg@svalbardsstrond.is
Tónlistaskóli Svalbarđsstrandar |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5519 | tonlist@svalbardsstrond.is 
VINABORG – VISTUN | S. 464 5517