Tilkynningar til barnaverndar

Eftirfarandi verklagsreglur gilda hjá Álfaborg/Valsárskóla varđandi tilkynningar til barnaverndarnefndar.

  1. Vakni grunur um vanrćkslu eđa eitthvađ sem hugsanlega ber ađ tilkynna til barnaverndarnefndar skal starfsmađur leita til nćsta yfirmanns ţar sem tekin er afstađa varđandi međferđ og framhald málsins.

  2. Sé tekin ákvörđun um ađ tilkynna, er gert ráđ fyrir ađ tilkynnt sé í nafni skólans og ađ tilkynningin sé á ábyrgđ stofnunarinnar en ekki einstakra starfsmanna. Stofnunin nýtur ekki nafnleyndar sbr. 19. gr. barnaverndarlaganna.

  3. Skrá skal hvađ veldur ţví ađ tilkynnt er og skal ţađ fylgja tilkynningunni.

  4. Haldinn skal tilkynningafundur međ foreldrum og starfsmanni barnaverndarnefndar til ađ tilkynna. (nema vegna gruns um einhverskonar ofbeldi), ţar sem foreldrar eru látnir vita af tilkynningunni og gera ţeim grein fyrir ţví ađ skólinn sé ţannig ađ fylgja lagalegri skyldu sinni. Nauđsynlegt er ađ fram komi međ skýrum hćtti ađ máliđ snúist um velferđ barnsins og stuđning viđ ţađ fremur en ásökun í garđ foreldra, og hvernig máliđ verđur unniđ af barnaverndarstarfsmönnum.

  5. Sé grunur um ofbeldi eđa kynferđislega misbeitingu innan heimilis skal tilkynnt strax án vitundar forráđamanna.

  6. Einungis ţeir sem nauđsynlegt er ađ viti um tilkynninguna skulu hafa vitneskju um hana.

  7. Sé ekki eining um ađ tilkynna skal leita ráđgjafar hjá starfsmanni barnaverndarnefndar og skal hverju samtali (máli) ljúka međ tilkynningu eđa lokun máls.

Međ ţessum verklagsreglum er til ţess ćtlast ađ starfsfólk skólanna meti hvort ástand, líđan eđa umönnun barns sé ţannig háttađ ađ tilkynna eigi um ţađ til barnaverndarnefndar ţar sem barniđ býr.

Tilkynna ţarf um grun ekki ađeins stađfestar sannanir. Ţađ er síđan barnaverndarnefnd og/eđa starfsmenn hennar sem meta hvort grunur sé nćgilega rökstuddur og taka ákvörđun um frekari könnun í framhaldi af ţví.

Starfsmađur barnaverndarnefndar getur ekki gefiđ skólanum upplýsingar um hvernig máli vindur fram nema međ leyfi foreldra/forráđamanna.

Mikilvćgt er fyrir barnaverndarnefndir ađ eiga greiđan ađgang ađ nauđsynlegum upplýsingum um börn og foreldra viđ könnun barnaverndarmáls til ađ meta ađstćđur barnsins. Upplýsingaskyldan gildir óháđ ţví hvort viđkomandi stofnun hefur tilkynnt um máliđ til barnaverndarnefndar eđa ekki. 

Valsárskóli  |  Svalbarđsströnd |  601 Akureyri  |  S. 464 5510  |  valsarskoli@svalbardsstrond.is
Leikskólinn Álfaborg  |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5505 |  alfaborg@svalbardsstrond.is
Tónlistaskóli Svalbarđsstrandar |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5519 | tonlist@svalbardsstrond.is 
VINABORG – VISTUN | S. 464 5517