Loforđ

Viđ ćtlum ađ skođa hvađa gildi loforđ hefur og ţar af leiđandi hvađa afleiđingar ţađ hefur ađ standa ekki viđ loforđ. Hver og einn getur svo hugsađ út frá eigin forsendum hvenćr einhverju hefur veriđ lofađ og hvenćr eitthvađ hefur veriđ svikiđ.

Ţađ eru nokkur grundvallaratriđi sem ţarf ađ hafa í huga ţegar loforđ eru metin. Hver sem er getur auđvitađ lofađ hverju sem er, oft án ţess ađ ţađ hafi einhverjar sérstakar afleiđingar og ţar liggur hundurinn grafinn – ćtlast er til ţess ađ sumir standi viđ loforđ sín en ađrir ekki.

Fimm grunnţćttir loforđs

Skođum máliđ ađeins nánar. Ţađ ţarf ađ uppfylla í ţađ minnsta fimm sjálfstćđ atriđi til ađ geta lofađ einhverju. Ţađ ţarf bođanda loforđsins, ţađ er ađ segja ţađ getur enginn lofađ einhverju fyrir annars hönd. Ţá ţarf einhvern til ađ taka viđ loforđinu, einhvern sem loforđiđ er beint til. Ţađ ţarf ennfremur ađ vera gagnkvćmur skilningur á ţví hvernig loforđiđ verđur uppfyllt. Loforđiđ verđur einnig ađ fela í sér eitthvađ sem á ađ gerast í framtíđinni. Fimmti og síđasti liđurinn er svo hvenćr loforđiđ er komiđ á tíma.

En eins og áđur kom fram ţá ţarf einnig ađ skođa af hverju sumum er ćtlađ ađ standa viđ loforđ en öđrum ekki. Ţar koma til sögunnar nokkrir ţćttir sem segja til um hvort loforđiđ er áreiđanlegt eđa ekki.

Fyrst skal skođa hvort sá sem loforđiđ gefur er í stöđu til efna loforđiđ annarsvegar og hinsvegar hvort viđkomandi sé hćfur til ţess ađ lofa, til dćmis ekki krónískur lygari. Ţá ţurfa bćđi sá sem gefur loforđ og sá sem er móttakandi ţess ađ gera sér grein fyrir ţví hvort loforđsgefandinn geri sér grein fyrir tímarammanum til ađ efna loforđiđ. Ţá ţarf sá sem lofar ađ hafa sýnt fram á ađ honum sé alvara, međ yfirlýsingu, međ ţví ađ taka frá tíma eđa einhver bjargráđ til ađ uppfylla loforđiđ. Ennfremur ţarf ađ vera ljóst ađ loforđiđ sé gefiđ af frjálsum hug og af einlćgni. Loks ţarf sá sem gefur loforđ ađ gera sér fulla grein fyrir, og taka ábyrgđ á, ţeim afleiđingum sem ţađ hefur ađ standa ekki viđ loforđiđ.

Međ ţessum leiđbeiningum sem viđ höfum hér ađ ofan er hćgt ađ taka hvers kyns málefni til skođunar og velta ţví fyrir sér hvort ástćđa hafi veriđ til ađ taka mark á gefnu loforđi og ef svo var, hvađ raunverulega fór úrskeiđis.

Sáttmálinn

Ţegar loforđ er gefiđ er stundum talađ um ađ sáttmáli hafi komist á. Loforđ eru oftast ekki gefin út í loftiđ. Ţau eru gefin vegna ţess ađ krafa er höfđ uppi, og sá sem gefur loforđiđ sér hagsmunum sínum best borgiđ í ţví ađ gefa loforđiđ – og stundum efna ţađ.

Hver einasti einstaklingur skapar sér ákveđiđ orđspor sem byggist á ţeim eiginleikum sem einstaklingurinn býr yfir. Í stuttu máli ţá verđur skynheild allra ţessara eiginleika ţađ sem móttakendur sjá og skapar orđsporiđ. Orđsporiđ er grundvöllur sáttmálans. Ef sáttmálinn heldur ekki ţá mun orđspor ţess sem lofađi einfaldlega breytast til hins verra. Ef ţađ gerist ekki ţá er ţađ skýr vísbending um ađ trúverđugleiki ţess sem lofađi einhverju hafi einfaldlega ekki veriđ mikill og ţví ekki mark takandi á loforđinu.

Valsárskóli  |  Svalbarđsströnd |  601 Akureyri  |  S. 464 5510  |  valsarskoli@svalbardsstrond.is
Leikskólinn Álfaborg  |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5505 |  alfaborg@svalbardsstrond.is
Tónlistaskóli Svalbarđsstrandar |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5519 | tonlist@svalbardsstrond.is 
VINABORG – VISTUN | S. 464 5517