Uppbyggingasamtal

Leiðtogasamfélagið byggir á uppbyggingarstefnunni. Í Uppbyggingarstefnunni er lögð áhersla á að kenna sjálfsaga, sjálfstjórn og uppbyggileg samskipti. Í uppbyggingarstefnunni skoða leiðtogar hvernig einstaklingar þeir vilja vera og hvað liggur að baki hegðun sinni. Uppbyggingarstefnan leggur áherslu á jákvæð samskipti frekar en reglur og blinda hlýðni og virðingu. Uppbyggingarstefnan hvetur hverni og einn til að taka ábyrgð á orðum sínum og gerðum og aðstoða börn við að ná jafnvægi í samskiptin. 

Öll þessi atriði eru áhersluatriði i Leiðtogasamfélaginu. Í leiðtogasamfélaginu eru tveir þættir meira ríkjandi en í uppbyggingarstefnunni það eru samfélagið og virkni nemenda:

1. Samfélagið. Þegar agamál koma upp er mikilvægt að hafa í huga að vandinn liggur ekki endilega hjá nemandanum eða starfsmanninum sem kominn er í samtalið. Vandinn getur legið í skipulagi skólans, öðrum nemendum eða í vinnubrögðum og framkomu starfsfólks. Yfirleitt þarf að kalla fleiri að samtalinu til að fá sem gleggast mynd af öllum þáttum. Markmiðið með lausn á agamálum er alltaf að bæta skólann og einstaklinganna innan hans. Litið er á vandamál sem jákvæð skilaboð um að eitthvað í skólasamfélaginu þurfi sérstaka að athuga. Agamál eru ekki unnin til þess að finna sökudólg heldur að fá nemendur til að sjá hegðun sína frá nýju sjónarhorni.  

2. Virkni nemenda. Í úrvinnslu agamála er alltaf horft til framtíðar. Horft er á hvernig einstaklingur getur fundið hæfileikum jákvæðan farveg og hvernig hann vill að umhverfið svari hæfileikum hans á jákvæðan hátt. Í uppbyggingarsamtali er rætt um hvernig nemandinn getur orðið góður leiðtogi, fundið sér ábyrgð, tilgang í skólasamfélaginu og öðlist af því sterkari sjálfsmynd. 

Ferill agamála 

Nemendur eða starfsmenn sem hafa ekki sinnt sínu hlutverki í skólasamfélaginu þurfa á uppbyggingarsamtali að halda. Ferill samtalsins er í fjórum liðum og getur tekið nokkurn tíma, sérstaklega ef nemandi eða starfsmaður eiga erfitt með að róa sig eða sjá hegðun sína frá víðara sjónarhorni. 

1. Umhugsun. Nemandinn/starfsmaðurinn fær góðan tíma til að róa sig og hugsa málið áður en rætt er við hann. 

2. Umræða. Reynt að fá sem besta mynd af atvikinu og hvort hugsanlega aðrir hafa komið við sögu.  Mikilvægt er að starfsmaður og nemandi geri sér sem skýrasta mynd af eigin hlut í vandamálinu áður en þættir annarra eru skoðaðir. 

3. Uppbygging.  Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir að atvikið komi upp aftur, þarf að breyta einhverju?

4. Staðfesting. Gerð áætlun um hvernig hægt er að ná sem bestum árangri til framtíðar. Hver getur hjálpað, hvað getur nemandinn eða starfsmaðurinn gert sjálfur. Hvað þarf að gera til að skapa sem bestar aðstæður í framtíðinni? Er hægt að bæta fyrir það sem aflaga fór?  Í leiðtogasamfélaginu felur þetta stig oft í sér fyrirgefningu og loforð. 

Í uppbyggingarsamtali þurfa þeir sem koma að málinu að gæta þess að sleppa öllu því sem kemur málinu ekki við (t.d. hvað gert hefur verið áður eða hvað er líklegt að gerst hafi). Það þarf að finna út hvað raunverulega gerðist og hvaða kraftrar voru þar í gangi.

Markmiðið er að finna sangjarna leið (allir vinna) byggja upp og bæta aðstæður í stað þess að líta á samræðuna um keppni sem leiðir til þess að einn einstaklingur sigrar. Við leitum að því besta í okkur sjálum og hvernig við viljum vera og hvernig við viljum sjá skólann okkar. Í samtali reyna aðilar að finna bestu lausnina með því að hlusta, hugsa, skilja og finna að lokum leiðtogahegðun sem hæfir aðstæðum hverju sinni. 

Allir vinna

Valsárskóli  |  Svalbarðsströnd |  601 Akureyri  |  S. 464 5510  |  valsarskoli@svalbardsstrond.is
Leikskólinn Álfaborg  |  Svalbarðsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5505 |  alfaborg@svalbardsstrond.is
Tónlistaskóli Svalbarðsstrandar |  Svalbarðsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5519 | tonlist@svalbardsstrond.is 
VINABORG – VISTUN | S. 464 5517