Njálgur

Njálgur (Enterobius vermicularis)

Njálgur er hringormur sem er algengur um allan heim, einkum í temprađa beltinu og er algeng sýking hjá fólki á öllum aldri, einkum međal barna. Njálgur er ekki talinn valda hýslinum beinu líkamlegu tjóni. Njálgur er skráningarskyldur sjúkdómur.

Smitleiđir

Sýking verđur ţegar njálgsegg komast í meltingarveg eftir ađ hafa borist í munn međ höndum. Börn eru líklegri en fullorđnir til ađ fá sýkinguna ţví ţau eru líklegri til ađ handleika jarđveg og aur og setja fingurna í munninn án ţess ađ hafa ţvegiđ hendur sínar fyrst. Sjálfssýking verđur ţegar egg berast í munn međ höndum sem hafa klórađ á endaţarmssvćđi. Smit berst auđveldlega milli fjölskyldumeđlima og leikfélaga eftir snertingu viđ mengađan fatnađ eđa sćngurföt. Í einhverjum tilfellum geta einstaka egg orđiđ loftborin og komist ţannig í munn og í meltingarveg međ kyngingu.

Lífsferill

Eftir ađ eggin komast í meltingarveginn klekjast ţau út í smágirninu og ţroskast ţar yfir í fullorđin dýr og fćra sig síđan í ristilinn. Allur lífsferillinn er talinn vera 4-6 vikur, ađ međaltali 30 dagar. Í útliti er njálgur hvítur, lítill og viđkvćmur ţráđormur. Fullorđiđ kvendýr er 8-13 mm langt og 0,5 mm ţykkt. Fullorđiđ karldýr er 2-5 mm langt og 0,2 mm ţykkt. Eftir kynmök drepst karldýriđ en kvendýriđ flytur sig niđur í endaţarminn. Ţar fer hún út á yfirborđiđ, vanalega ađ nóttu til, og verpir miklu magni af eggjum á svćđiđ umhverfis endaţarminn. Eggin eru hálfgegnsć međ ţykka skel međ flatri hliđ og ekki greinanleg međ berum augum. Eftir varpiđ gefur hún frá sér efni sem veldur miklum kláđa og hvetur til ađ hýsillinn klóri sér á svćđinu og flytji ţannig eitthvađ af eggjunum á fingurna. Eggin geta einnig borist yfir í fatnađ, rúmföt, leikföng og í umhverfiđ. Eggin geta lifađ í 2-3 vikur utan líkamans. Í sumum tilfellum klekjast egg út á svćđinu umhverfis endaţarminn og skríđa lirfurnar inn um endaţarminn, upp ristilinn og upp í smágirniđ ţar sem ţćr ţroskast áđur en ţćr fara aftur niđur í ristilinn.

Einkenni smits

Njálgsmit er oft einkennalaust en kláđi viđ endaţarm er helsta einkenniđ. Kláđinn ágerist á nóttunni og getur valdiđ svefntruflunum. Kláđinn getur leitt til ađ húđin verđur rauđ og aum og getur sýkst af bakteríum. Ef sýkingin er mikil getur hún lýst sér međ lystarleysi, kviđverkjum og pirringi.

Greining

Ţegar grunur er um njálgsýkingu hjá barni er best ađ skođa endaţarmsopiđ snemma ađ morgni áđur en barniđ vaknar. Oft er ţá hćgt ađ sjá orma viđ endaţarmsopiđ og oft sjást ţeir utan á saur, eggin eru hins vegar ekki hćgt ađ  sjá berum augum. Einnig er hćgt ađ greina sýkinguna međ ţví ađ ţrýsta límbandi ađ húđinni viđ endaţarmsopiđ og skođa ţađ í smásjá í leit ađ eggjum.

Međferđ

Til ađ ráđa niđurlögum njálgs ţarf lyfjameđferđ og eru tvö lyf skráđ hér á landi Vanquin og Vermox og er hvort tveggja til sem töflur og mixtúra. Vanquin er selt í lausasölu í apótekum en til ađ fá Vermox ţarf lyfseđil frá lćkni.

Vanquin hefur sérhćfđa verkun gegn njálgi. Lyfiđ drepur bćđi njálginn og lirfur hans og kemur ţannig í veg fyrir ađ egg verđi til.  Lyfiđ hefur ekki áhrif á ţau egg sem ţegar hafa orđiđ til og er ţví mikilvćgt ađ hafa ţađ í huga ţegar međhöndlađ er, ţví ađ endursýking er algeng vegna ţess ađ lifandi egg halda áfram ađ berast út úr líkamanum međ saur allt uppí 2 vikur eftir lyfjagjöf. Vegna lífsferils njálgs er ráđlagt ađ allir fjölskyldumeđlimir og nánir leikfélagar séu međhöndlađir á sama tíma og ađ allir endurtaki međferđina 2-3 vikum síđar til ađ koma í veg fyrir áframhaldandi smitun. Skömmtun lyfsins er miđuđ viđ 1 töflu eđa 5 ml af mixtúru á hver 10 kg líkamsţyngdar. Fullorđin manneskja tekur mest 8 töflur og skulu ţćr allar teknar inn í einum skammti. Virka efniđ í Vanquin er sterkt litarefni og litar hćgđir rauđar. Liturinn festist auđveldlega í fötum og húsgögnum ef mixtúran hellist niđur eđa er kastađ upp. Gleypa skal töflurnar en ekki tyggja ţar sem ţćr geta litađ tennur og munn. Aukaverkanir af lyfinu eru helstar ógleđi og einstaka sinnum uppköst og ţá frekar eftir inntöku mixtúrunnar. Magaverkir og niđurgangur ţekkjast sem aukaverkun. Ofnćmi er sjaldgćft.

Vermox er breiđvirkara lyf og virkar gegn fleiri ormategundum međ ţví ađ trufla meltingarstarfsemi ţeirra og hindra ţroskun eggja. Međferđina má endurtaka međ 2-3ja vikna millibili. Međhöndla ber alla í fjölskyldunni samtímis. Lítil reynsla er af notkun lyfsins hjá börnum yngri en 2 ára, og er ţví ráđlagt ađ gefa ţeim ţađ ekki, en skammtar eru annars hinir sömu og hjá fullorđnum. Ţungađar konur skulu ekki nota lyfiđ. Lyfiđ getur valdiđ tímabundnum kviđverkjum og ofnćmisviđbrögđum hefur veriđ lýst.

Ađgerđir til ađ draga úr dreifingu njálgsmits og endursýkingu

  • Bađ ađ morgni dags minnkar líkur á dreifingu eggja frá endaţarmi
  • Hrein nćrföt daglega og tíđ náttfataskipti
  • Vandađur handţvottur eftir salernisferđir, eftir bleiuskipti og áđur en matast er
  • Hafa neglur stuttklipptar og hreinar
  • Gott almennt hreinlćti í umhverfi
  • Eftir hverja lyfjameđferđ ţarf ađ skipta um nćrfatnađ, náttföt og sćngurfatnađ
  • Ţvo nćr- og sćngurfatnađ viđ a.m.k. 60°C hita og ţurrka ţau í hita
  • Njálgsegg eru viđkvćm fyrir sólarljósi

Ása St. Atladóttir sýkingavarnahjúkrunarfrćđingur

Valsárskóli  |  Svalbarđsströnd |  601 Akureyri  |  S. 464 5510  |  valsarskoli@svalbardsstrond.is
Leikskólinn Álfaborg  |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5505 |  alfaborg@svalbardsstrond.is
Tónlistaskóli Svalbarđsstrandar |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5519 | tonlist@svalbardsstrond.is 
VINABORG – VISTUN | S. 464 5517