Námsráđgjafi

Náms- og starfsráđgjöf fyrir alla nemendur grunn- og leikskóladeildar.

Náms- og starfsráđgjöf er lögbundinn hluti af sérfrćđiţjónustu grunnskóla. Í starfinu felst m.a. ađ vinna međ nemendum, foreldrum, kennurum, skólastjórnendum og öđrum starfsmönnum skóla ađ ýmiss konar velferđarstarfi er snýr ađ námi, líđan og framtíđaráformum nemenda. Námsráđgjöf er jafnframt ćtlađ ađ vera fyrirbyggjandi ţjónusta og stuđla ađ ţví ađ nemendur geti skapađ sér viđunandi vinnuskilyrđi í skóla og heima. Ţetta felur m.a. í sér ađ náms- og starfsráđgjafi ţarf ađ hafa frumkvćđi ađ ţví ađ nálgast nemendur sem eru í ţörf fyrir ađstođ en bera sig ekki eftir björginni.
Í náms- og starfsfrćđslu ţarf ađ hafa jafnrétti ađ leiđarljósi međ ţví m.a. ađ kynna nemendum fjölbreytt störf og námsframbođ ađ loknum grunnskóla. Nemendur á unglingastigi fengu í vetur kynningu á framhaldskólum og námsframbođi og fóru ásamt umsjónarkennaranum sínum í skólaheimsóknir. Nauđsynlegt er ađ kynna nemendum ný störf og ţróun starfa sem fylgja breytingum í nútímasamfélagi. Starfamessa var haldin 23. febrúar í Háskólanum á Akureyri ţar sem um 30 fyrirtćki og stofnanir á Akureyri kynntu starfsemi sína og menntun innan sinna fyrirtćkja. Unglingarnir tóku ţátt í ţessum degi og fengu ţar tćkifćri til ađ frćđast um margvísleg störf.

DAM, díalektísk  atferlismeđferđ (DAM) er fćrniţjálfun sem hefur veriđ ţróuđ til ađ hjálpa fólki ađ ná betra jafnvćgi á tilfinningum sínum og bćttri sjálfsmynd. Í vetur hafa nemendur á unglingastigi skólans fengiđ DAM ţjálfun. Unniđ er međ fjóra fćrniţćtti núvitund, streituţolsfćrni, tilfinningastjórn og samskiptahćfni. Rannsóknir sýna ađ iđkun á núvitund getur gefiđ fólki betra innsći á tilfinningar sínar, dregiđ úr kvíđa og aukiđ einbeitingu á líđandi stund. Hún hjálpar okkur ađ vera meira hér og nú, ekki fortíđ eđa framtíđ og getur ţannig haft áhrif á líđan. Núvitund snýst um ađ ţjálfa athyglina, lćra ađ vera án ţess ađ vera stöđugt ađ dćma sig eđa ađra. Streituţolsfćrni hjálpar okkur ađ hafa betri stjórn á tilfinningum okkar og viđbrögđum og bregđast viđ án ţess ađ gera erfiđar ađstćđur verri. Samskiptahćfni snýst um ađ vera skilvirk í samskiptum en jafnframt byggja upp og viđhalda samböndum og eigin sjálfsvirđingu. Međ ţví ađ ţekkja tilfinningar sínar og hafa stjórn á ţeim eykst fćrni okkar til ađ takast á viđ streitu og mótlćti sem og ţar međ líkurnar á ađ viđ bregđumst betur viđ gagnvart okkur sjálfum og öđrum viđ ólíkar ađstćđur.

Nemendur á miđstigi hafa í vetur fengiđ frćđslu um jafnrétti og lýđrćđi og hafa velt ţessum hugtökum fyrir sér og fyrir hvađ ţau standa. Mjög skemmtilegar og áhugaverđar umrćđur fóru fram um ţessi mál m.a. um stađalímyndir kynjanna. Á yngsta stigi var unniđ međ söguna um Búkollu og hún tengd viđ tilfinningar, skynfćrin og núvitund, til hvers höfum viđ tilfinningar og hvernig ţćr gefa okkur upplýsingar og hjálpa okkur í lífinu.

Persónulegur og félagslegur stuđningur er mikilvćgur. Sjálföryggi og góđ sjálfsmynd hefur áhrif á hvernig einstaklingurinn upplifir sig og möguleika sína.  Ţađ reynir á ţessa eiginleika viđ mismunandi ađstćđur í lífinu og ţví mikilvćgt ađ vinna stöđugt ađ ţví ađ efla eigiđ öryggi. Brottfall úr skóla getur átt sér langan ađdraganda. Ađ ţessu ţarf ađ huga vel og nauđsynlegt ađ allir sem koma ađ barninu vinni saman ađ ţví er snýr ađ námi, líđan og framtíđaráformum ţess.

Samskiptamunstur er flóknara en áđur ţar sem samskipti eru ć meira í gegnum ýmiss konar miđla. Ţađ er mikilvćgt ađ kenna börnum og unglingum međ markvissum hćtti hvernig hćgt er á sem farsćlastan hátt ađ eiga jákvćđ og uppbyggileg samskipti og hvar ábyrgđ okkar liggur í ţví ađ vel gangi og ađ setja sjálfum sér og öđrum mörk

Ţađ er öllum mikilvćgt ađ taka forystu í eigin lífi og efla fćrni til ađ draga úr spennu og auka vellíđan. Velferđ og gengi barnsins er ţađ sem allt skólastarf snýst um. Farsćlt foreldrasamstarf og ánćgđir foreldrar skipta mjög miklu máli og er besti stuđningur sem kennarar 

Valsárskóli  |  Svalbarđsströnd |  601 Akureyri  |  S. 464 5510  |  valsarskoli@svalbardsstrond.is
Leikskólinn Álfaborg  |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5505 |  alfaborg@svalbardsstrond.is
Tónlistaskóli Svalbarđsstrandar |  Svalbarđsströnd  |  601 Akureyri  |  S. 464 5519 | tonlist@svalbardsstrond.is 
VINABORG – VISTUN | S. 464 5517