Íbúafundur um sameiningarmál - Könnun

Í gær, þriðjudaginn 30. nóvember var haldinn íbúafundur um sameiningarmál. Skoðað var hvaða valkostir væru í stöðunni, hvað ætti að leggja áherslur á og hvort Svalbarðsstrandarhreppur ætti að hefja sameiningarviðræður.

Góð mæting var á fundinn, um fimmtíu manns tóku þátt og skiptist hópurinn nokkurn veginn jafnt í þátttakendur í Valsárskóla og þátttakendur sem fylgdust með á netinu. Hér má finna tengil á upptöku af fundinum og kynningu þeirra félaga hjá RR-ráðgjöf. Notast var við forritið menti.com til að halda utan um ábendingar og skoðanir fundarmanna og gefst íbúum kostur á að svara könnun sem lögð var fyrir fundinn til klukkan 20:00 í dag, miðvikudag.

Við hvetjum þá sem ekki gátu verið með á fundinum að taka þátt í könnuninni, menti.com og númer sem slegið er inn er: 2395 3637

Hér má sjá upptöku af fundinum
Hér má sjá kynninguna
Hér má sjá niðurstöður úr könnuninni

Með kveðju
Björg Erlingsdóttir
Sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps