Skólahreysti

Nú er komið að árlegri keppni í skólahreysti. Valsárskóli sendir lið og erum við stolt af okkar fólki. Keppnin fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri þriðjudaginn 4. maí kl: 20:00-21:00. Keppnin verður sýnd á RÚV í beinni útsendingu. Þar sem áhorfendur eru ekki leyfðir á staðnum geta nemendur og starfsfólk í Valsárskóla ekki farið á keppnina en við hvetjum sem flesta til að fylgjast með í sjónvarpinu.

Það þarf mikið hugrekki til að vera með í þessari keppni og eiga unglingarnir í Valsárskóla hrós skilið fyrir að taka þátt í þessari erfiðu keppni fyrir allra augum.