Sorphirða færð á miðvikudaginn 1. feb í stað fimmtudagsins 2. feb

Í samráði við Terra umhverfisþjónustu hefur verið ákveðið að flýta sorphirðu á almennu tunnunni um einn dag. Almenna sorpið verður því tekið á morgun, miðvikudaginn 1. febrúar, en ekki næsta fimmtudag. Þetta er gert vegna þess að veðurspáin 2. febrúar er ekki hagstæð. 

Við biðjum íbúa vinsamlegast að senda okkur póst á netfangið postur@svalbardsstrond.is ef sorpið er ekki tekið og þá er hægt að gera ráðstafanir á föstudeginum 3. feb.