Íbúafundur um sameiningarmál - skráning

Svalbarðsstrandarhreppur vinnur að greiningu sameiningarvalkosta. Markmið verkefnisins er að greina styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri ef til sameiningar sveitarfélagsins kemur. Í því felst jafnframt að greina sameiningarvalkosti.

Boðað er til íbúafundar þriðjudaginn 30. nóvember kl. 17:00-18:00 í Íþróttasal Valsárskóla. Á fundinum verður kynning á verkefninu og leitað sjónarmiða íbúa.

Hugað verður vel að sóttvörnum og þátttakendur beðnir um að skrá þátttöku hér. Gott pláss verður milli sæta og kvenfélagskonur aðstoða með kaffiveitingar. Boðið er uppá barnagæslu.

 

Viltu nýta þér barnapössun?