Almennt

Miđaldadagar á Gásum verđa ekki í ár!

Almennt

Stjórn Gásakaupstađar ses og Gásverjar hafa tekiđ ţá ákvörđum í ljósi ađstćđna ađ aflýsa Miđaldadögum á Gásum  í ár.  Tár er á hvarmi margra Gásverja vegna ţessarar ákvörđunar en fyrir marga ţeirra, ekki síst ţá yngstu,  er ţetta hápunktur sumarsins.  

Síđustu ár hafa um 2000 manns árlega ferđast aftur til fortíđar ţriđju helgina í júlí ţegar ţeir sćkja  Miđaldadaga á Gásum í Eyjafirđi heim.  Í ár verđa menn ađ halda sig í samtímanum en fá tćkifćri ađ ári til ađ upplifa verslunarstađinn frá miđöldum á blómatíma hans. Ţá verđur á ný hćgt ađ kynnast handverki og daglegum störfum frá miđöldum í sviđsmynd verslunarstađarins á Gáseyrinni ţar sem reykur úr pottum fyllir vit, Gásverjar bregđa á leik og taktföst högg eldsmiđa og sverđaglamur heyrast um allan fjörđ. 

Gásverjar allir hlakka til ađ ferđast aftur til fortíđar međ ferđaţyrstum gestum helgina 16.-17. Júlí 2021

Nánar um Gásir og MIđaldadaga á Gásum á gasir.is 


Ljósmyndir: 
Teknar á Miđaldadögum á Gásum 2019
Ljósmyndari: Hörđur Geirsson

Međ von um birtingu og góđri kveđju,

Kristín Sóley Björnsdóttir
Formađur stjórnar Gásakaupstađar ses


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is