Almennt

„Tímahylkiđ í tíđ Kórónunnar“

Almennt

Á heimasíđu hreppsins er ađ finna nýja síđu undir flipanum COVID-19. Viđ eigum öll eftir ađ gleđjast ţegar hćgt verđur ađ taka ţennan flipa af heimasíđunni og geyma á minna áberandi stađ en ţví miđur erum viđ ekki komin ţangađ. Á ţessari síđu er ađ finna ýmsar gagnlegar upplýsingar og viđ höldum áfram ađ safna upplýsingum og skilabođum til íbúa inn á ţessa síđu. En um leiđ og viđ erum ađ bregđast viđ ţeim ađstćđum sem eru uppi um ţessar mundir er veriđ ađ skipuleggja verkefni sem ákveđin voru á fjárhagsáćtlun, skođa ný verkefni sem hćgt er ađ fara í og hvernig ţau verđi fjármögnuđ. Mikiđ er um fundarhöld, bćđi innan starfsmannahóps hreppsins, hjá viđbragđshópi sveitarfélagsins og viđ samstarfsađila fyrir utan sveitarfélagiđ.

En svo heldur lífiđ áfram og mikiđ af ţeim verkefnum sem veriđ er ađ vinna hér á skrifstofu hreppsins snúa ađ ţví ađ vera tilbúin međ verkefni, skipulag og framkvćmdaađila ţegar viđ fáum fćri á ađ hefja ţau af fullum krafti.

Sú hugmynd hefur fćđst í skólanum ađ skapa afmarkađan vettvang á heimasíđu hreppsins fyrir sögur og myndir sem tengjast faraldrinum, eins og hann horfir viđ á Svalbarđsströnd. Ţar geta starfsmenn, foreldrar og ađrir íbúar sagt frá ţví hvernig starfiđ gengur í skólunum eđa á öđrum vinnustöđum, á heimilunum eđa í fjósinu og einnig komiđ međ ábendingar varđandi háttalag, vinnulag og annađ sem ţurfa ţykir: „Tímahylkiđ í tíđ Kórónunnar“. Starfsmenn hreppsins halda utanum ţessar greinar og hugmyndin er ađ skođa ţessi skrif ađ ári og senda svo til Ţjóđskjalasafns til varđveislu og geymslu um ókomna tíđ. Vonandi getum viđ skemmt okkur yfir ţessu uppátćki og ţeir sem hafa áhuga á ađ deila međ sér geta sent henni Önnu Heiđi, anna.heidur@svalbardsstrond.is línu.

Međ kveđju

Björg Erlingsdóttir
sveitarstjóri


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is