Almennt

Ađgerđir Svalbarđsstrandarhrepps til viđspyrnu sveitarfélaga

Almennt

Á fundi sveitarstjórnar 16. apríl 2020 var lagt fram minnisblađ frá sveitarstjóra um;

- áhrif fyrstu viđspyrnuađgerđa sveitarstjórnar sem samţykktar voru á síđasta fundi
- atvinnuleysistölur fyrir síđustu mánuđi og spá fyrir apríl
- ţrjár sviđsmyndir á áhrifum COVID-19 faraldurs á rekstur sveitarfélagsins
- tillögur ađ viđspyrnuađgerđum sveitarfélagsins.

Tillögurnar voru samţykktar samhljóđa.

Áhrif fyrstu ađgerđa:

Á fundi sveitarstjórnar 31. mars var samţykkt ađ breyta gjalddögum í samţykktri gjaldskrá fasteignagjalda áriđ 2020. Mögulegt er ađ óska eftir ţví ađ gjalddagar sem áttu ađ vera 1. apríl, 1. maí og 1. júní 2020, frestist um allt ađ 7 mánuđi. Nú ţegar hafa bćđi einstaklingar og rekstrarađilar nýtt sér ţetta úrrćđi og nemur frestum fasteignagjalda í dag um 1,3 m.kr. Einnig var samţykkt ađ rukka ekki vistun á leikskóla ţar sem skerđing hefur átt sér stađ. Áhrif á tekjur sveitasjóđs eru óverulegar

Atvinnuleysi:

Atvinnuleysi í Svalbarđsstrandarhreppi samkvćmt tölum frá Vinnumálastofnun var 4,3% í mars. Áćtlađ atvinnuleysi í apríl er 8,4%. Til samanburđar var atvinnuleysi 1,27% í mars í fyrra og 0,96% í apríl.

Ţrjár sviđsmyndir:

Teknar hafa veriđ saman upplýsingar um breytingar á rekstri sveitarfélagsins sem geta orđiđ vegna lćkkunar á útsvari, fasteignagjöldum og samdrćtti í úthlutun Jöfnunarsjóđs. Sveitarstjórn vinnur út frá ţví ađ besta útkoma verđur sviđsmynd 2 en versta útkoma verđur sviđsmynd 3.

- Sviđsmynd 1: Gerir ráđ fyrir óbreyttri stöđu og 0% samdrćtti útsvarsgreiđslna og enginn samdráttur í gjaldaliđum:
- Sviđsmynd 2: Gerir ráđ fyrir 7,5% samdrćtti í útsvari og öđrum tekjum, 5% samdrćtti í fasteignagjöldum og framlagi jöfnunarsjóđs eđa 30 m.kr.
- Sviđsmynd 3: Gerir ráđ fyrir 15% samdrćtti í útsvari og örđum tekjum, 10% samdrćtti í fasteignagjöldum og framlagi jöfnunarsjóđs eđa 60 m.kr. 

Tíu viđspyrnuađgerđir Svalbarđsstrandarhrepps vegna COVID-19:

Svalbarđsstrandarhreppur er ágćtlega í stakk búinn til ţess ađ takast á viđ efnahagslegt áfall sem hlýst af COVID-19 faraldrinum.  Langtímaskuldir sveitarfélagsins erum um 12 m.kr. Afar mikilvćgt er ađ vernda heimili og fyrirtćki eins og kostur er og hlúa ađ íbúum sveitarfélagsins, velferđ ţeirra og andlegri líđan.

Sveitarstjórn Svalbarđsstrandarhrepps hefur ţví sett saman tíu ađgerđir sem felast annars vegar áskorun til ríkisins um sértćkar ađgerđir og hins vegar um vernd og viđspyrnu sveitarfélagsins fyrir starfsemi sína, íbúa og rekstrarađila:

1. Sveitarstjórn skorar á ríkisvaldiđ ađ koma međ sértćkar viđspyrnuađgerđir fyrir sveitarfélög sem geta fariđ í stćrri verkefni komi ríkisvaldiđ til móts viđ verkefni eins og fráveitu.

2. Sveitarstjórn skorar á ríkisvaldiđ ađ styđja viđ uppbyggingu innviđa sem nýtast jafnt íbúum sem ferđamönnum. Má ţar nefna lagningu göngu- og hjólastíga, áningarstađa fyrir ferđamenn og gönguleiđir.

3. Sveitarstjórn hefur ţegar samţykkt ađ fresta allt ađ ţremur gjalddögum fasteignagjalda íbúđa- og atvinnuhúsnćđis.

4. Gjöld leikskóla lćkkuđ í samrćmi viđ notkun á ţjónustu. Sem fyrr verđur matur í leikskóla og grunnskóla ókeypis.

5. Stuđningur til heilsueflingar ţar sem horft verđur til útivistar og uppbyggingar gönguleiđa innan og utan ţéttbýlis á Svalbarđsströnd. 

6. Velferđarţjónusta verđur efld.

7. Virkt samráđ og samtal sveitarstjórnar, íbúa og rekstrarađila ţar sem óskađ verđur eftir tillögum til sveitarstjórnar um viđspyrnuađgerđir.

8. Fariđ verđur í viđhaldsframkvćmdir í samrćmi viđ fjárfestingaráćtlun ársins 2020 og verkefnum sem áćtlađ var ađ framkvćma áriđ 2021 flýtt. Međal verkefna  eru:

- Viđhaldsađgerđir innan Valsárskóla, ađstađa starfsmanna
- Viđhaldsađgerđir á húsnćđi Valsárskóla, ţak og gluggar
- Útisvćđi Álfaborgar, uppsetning leiktćkja og frágangur á skólalóđ
- Viđhaldsađgerđir innan Álfaborgar, ađstađa starfsmanna
- Viđhaldsađgerđir innan Álfaborgar, gluggar
- Loftvist í Valsárskóla og Álfaborg, loftrćsting
- Útileiktćki Valsárskóla lagfćrđ
- Umhverfi tjarna viđ vita og Tjarnartún lagađ, bekkir og ruslatunnur sett upp
- Ástandsskođun fráveitu og undirbúningur hafinn ađ uppsetningu hreinsistöđvar/dćlistöđvar
- Undirbúningur hafinn ađ hönnun tengibyggingar milli Valsárskóla og Álfaborgar/Ráđhúss
- Lýsing sett upp á göngustíg milli Laugartúns og Smáratúns
- Rétt endurnýjuđ
- Fjallgirđing
- Útistofa leik og grunnskóla
- Gámasvćđi, umhirđa og skipulag
- Verkefni fyrir sumarstarfsmenn, kerfil, bekkir, pallar og minni áningarstađir fyrir göngufólk.

9. Vinnuhópur hefur vinnu viđ ţarfagreiningu og útfćrslu á byggingu íbúđarhúsnćđis í Valsárshverfi. Nýbyggingar verđi fjármagnađar međ lántöku ef af verđur. 

10. Fariđ verđur í átaksverkefni fyrir sumarstarfsfólk í samstarfi viđ Vinnumálastofnun og fyrir háskólafólk til ađ fjölga atvinnutćkifćrum.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is