Almennt

Bjarkirnar: Kvennablak í Valsárskóla

Almennt
Kæru konur á Svalbarðsströnd Nú erum við að byrja í blakinu og bjóðum allar áhugasamar konur um blak velkomnar að koma í prufutíma næstu tvo þriðjudaga í Valsárskóla kl. 18-19:30. Það þarf enginn að vera hræddur við að mæta, við erum búnar að spila í eitt ár með þjálfara og vantar aðeins fleiri konur í hópinn. Æfingargjöld fram að áramótum eru 10.000 krónur.
Bestu kveðjur
Bjarkirnar

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is