Flýtilyklar
Almennt
Breyting á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 Íbúðarsvæði Íb 4 (Valsárhverfi) – breytt mörk
Breyting á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020
Íbúðarsvæði Íb 4 (Valsárhverfi) – breytt mörk
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps samþykkti þann 3. september s.l. tillögu að óverulegri breytingu á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 2008-2020 skv. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í leiðréttingu á mörkum íbúðarsvæðis Íb 4 (Valsárhverfis) sem nú eru löguð að eignarmörkum lands á svæðinu. Íbúðarsvæði Íb 4 stækkar um u.þ.b. 0,7 ha við breytinguna. Greinargerð með rökstuðningi er á skipulagsuppdrætti dags. 3. september 2018.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeim sem óska nánari upplýsinga er bent á skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins.
F.h. Svalbarðsstrandarhrepps
Skipulags- og byggingarfulltrúi