Almennt

Breytingar á reglum um afslátt af fasteignaskatti

Almennt
Á fundi sveitarstjórnar þann 13. desember s.l. voru samþykktar breytingar á reglum um afslátt af fasteignaskatti til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega samkvæmt heimildum í 5. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Breytingarnar fela í sér að hægt verður að sækja um afslátt af fasteignaskatti á bújarðir sem afsláttarþegi nýtir til eigin búskapar og útihúsum á viðkomandi jörð sem eru lítið eða ekkert nýtt. Jafnframt voru tekjuviðmið afslátta hækkuð um 5% frá því sem þau hafa verið undanfarin tvö ár.

Afsláttarflokkarnir eru því þessir:

Fyrir einstaklinga :

 a) með tekjur allt að  kr. 2.124.107,-  
100% afsláttur
 b) með tekjur á bilinu  kr. 2.124.108,-  til 2.272.939,-  75% afsláttur
 c) með tekjur á bilinu
 kr. 2.272.940,-  til 2.431.886,-  50% afsláttur
 d) með tekjur á bilinu  kr. 2.431.887,-  til 2.590.833,-   25% afsláttur

 Fyrir hjón og samskattað sambýlisfólk:

 a) með tekjur allt að  kr. 2.970.555,-  
100% afsláttur
 b) með tekjur á bilinu  kr. 2.970.556,-   til 3.178.937,-  75% afsláttur
 c) með tekjur á bilinu
 kr. 3.178.938,-  til 3.401.465,-   50% afsláttur
 d) með tekjur á bilinu  kr. 3.401.466,-  til 3.623.990,-   25% afsláttur

Nánari upplýsingar um umsóknir um afslátt af fasteignaskatti á bújarðir og útihús verða auglýstar síðar.

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is