Almennt

Veisla í Laugarborg

Almennt
Kveðum krabbann í kútinn! Kvæðamannafélagið Gefjun efnir til veislu í söng og kveðandi í Laugarborg föstudaginn 14. febrúar kl. 20:30. Tilefnið er stuðningur við nokkra Gefjunarfélaga sem glíma við krabbamein og að minnast eins félaga sem nýlega féll fyrir þeim vágesti.   Í Laugarborg koma fram fjölmargir og góðir söngkraftar: Kór Hrafnagilsskóla, Karlakór Eyjafjarðar, George Hollanders og Þór Sigurðarson, tenórarnir Birgir Björnsson og Gísli Rúnar Víðisson syngja við undirleik Valmars Väljaots, Kristjana Arngrímsdóttir, Helgi og hljóðfæraleikararnir auk nokkurra mögnuðustu kvæðamanna Gefjunar og munu Handraðakonur sjá um heimilislegan undirleik. En allur ágóði samkomunnar rennur til George Hollanders sem leitar sér óhefðbundinna lækninga utan lands

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is