Almennt

Ársreikningur...

Almennt
Ársreikningur 2009 - afkoma og fjárhagsstaða Ársreikningur sveitarfélagsins er gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og árið áður. Samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi sveitarfélagsins var rekstrarniðurstaða ársins jákvæð um 34,3 millj. kr., miðað við jákvæða rekstrarniðurstöðu ársins á undan að fjárhæð 48,3 millj. kr. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 218,2 millj. kr. og hækkuðu um 5,0 millj. kr. frá fyrra ári. Rekstrargjöld án afskrifta námu 188,7 millj. kr., en afskriftir námu 11,6 millj. kr. Sambærilegar tölur frá fyrra ári eru 172,5 og 10,1 millj. kr.
Rekstrarniðurstaða án fjármagnsliða var jákvæð um 17,9 millj. kr., og rekstrarniðurstaða
samkvæmt samanteknum ársreikningi sveitarfélagsins var jákvæð um 34,3 millj. kr.
Samkvæmt efnahagsreikningi eru eignir sveitarfélagsins bókfærðar á 514,6 millj. kr., þar af
eru veltufjármunir 216,3 millj. kr. Skuldir sveitarfélagsins nema samkvæmt
efnahagsreikningi 43,9 millj. kr. og þar af eru skammtímaskuldir 16,0 millj. kr.
Veltufjárhlutfallið er 13,52 í árslok, en var 11,33 árið áður. Bókfært eigið fé nemur 470,7
millj. kr. í árslok sem er 91,5% af heildarfjármagni. Árið áður var þetta hlutfall 90,7%.
Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri 48,5 millj. kr. og handbært fé frá
rekstri 47,7 millj. kr. Fjárfestingarhreyfingar voru neikvæðar um 16,1 millj. kr. (það þýðir að fjárfest var fyrir 16,1 millj. kr.)
Fjármögnunarhreyfingar sem voru allar vegna afborgana langtímalána sem námu 5,6 millj.
kr. Hækkun á handbæru fé nam á árinu 26,0 millj. kr. og nam handbært fé sveitarfélagsins í
árslok 195,2 millj. kr.
Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins í hlutfalli við rekstrartekjur þess voru 58,0%.
Annar rekstrarkostnaður var 28,4% af rekstrartekjum. Skatttekjur sveitarfélagsins voru 487
þús. kr. á hvern íbúa en tekjur samtals 527 þús. kr. á hvern íbúa. Árið 2008 voru
skatttekjurnar 485 þús. kr. á hvern íbúa.

Sjá nánar undir; Stjórnsýsla/ársreikningar.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is