Félagsmálanefnd

Félagsm.nefnd 002. fundur, 28.01.2008

Félagsmálanefnd

Félagsmálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps


2. fundur

Mánudagurinn 28. janúar kl 20:30 í Ráðhúsi.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn:

Ómar Ingason, Guðfinna Steingrímsdóttir og Helga Kvam.Formaður setur fund og býður fundarfólk velkomið.


1. Jafnréttisáætlun

Nefndin samþykkir þau drög að áætluninni sem lögð var fyrir fundinn.2. Snjómokstur/Hálkueyðing fyrir eldri borgara og öryrkja

Skorað er á sveitarstjórn að ganga til samninga við þá verktaka sem annast snjómokstur og hálkueyðingu hér í hreppnum, að taka að sér vinnu hjá eldri borgurum/öryrkjum allt að einu sinni á viku, greiddu af sveitarfélaginu. Framkvæmd gæti verið á þá leið að viðkomandi hringir í þann verktaka sem honum hugnast og verktaki kæmi reikning til skrifstofu sveitarfélagsins.

Ef mikið fannfergi er og moka þarf frá dyrum eldri borgara/öryrkja leggjum við til að notaðir yrðu kraftar elstu nemenda Valsárskóla ef ekki eru aðrir tiltækir. Etv gæti umsjón þess verið í höndum starfsmanns hreppsins.

Eðlilegast væri að allir eldri borgarar/öryrkjar með búsetu í hreppnum ættu rétt á þjónustunni fullgreiddri af sveitarfélaginu burtséð frá búsetu annara á sama heimili.

Nauðsynlegt væri að tilkynna öllum. sem rétt hafa. um þjónustuna bréfleiðis, en einnig að tilkynna um hana í fréttabréfi sveitarfélagsins og þá gefa upp nöfn og númer verktaka sem taka að sér þessa þjónustu.

Vonast félagsmálanefnd eftir góðri og skjótri afgreiðslu.3. Bréf frá E. Fjólu Þórhallsdóttur varðandi málefni aldraðra

Guðfinnu falið að svara bréfinu.

Í bréfinu kemur Fjóla inn á málefni aldraðra í hreppnum, hver sé stefna sveitarfélagsins í málefnum aldraðra, hvort til standi að gera þjónustuíbúðir og hver staða eldri borgara hreppsins sé í nútíð og framtíð.

Félagsmálanefnd óskar eftir upplýsingum frá sveitarstjórn um hver stefna hennar er í þessum málum. Einnig leggur nefndin til að gerð verði könnun meðal íbúa sveitarfélagsins um áhuga á þjónustu hreppsins við eldri borgara eins og t.d. þjónustuíbúðir aldraðra, félagsstörf aldraðra osfrv.Ekki fleira rætt og fundi slitið 22:15

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is