Félagsmálanefnd

Félagsm.nefnd 005. fundur, 05.02.2010

Félagsmálanefnd

Félagsmálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps


5. fundur

Föstudaginn 5. febrúar kl 14:00 í Ráðhúsinu.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn:

Guðfinna Steingrímsdóttir, form., Ómar Þór Ingason og Helga Kvam, auk sveitarstjóra.Formaður setur fund og býður fundarfólk velkomið.


1. Endurskoðun jafnréttisáætlunar Svalbarðsstrandarhrepps.
Félagsmálanefnd leggur til að jafnréttisáætlunin verði samþykkt.2. Heimaþjónusta - staða.

Kynnt. 8 heimili njóta heimaþjónustu í sveitarfélaginu..

Lagt er til að kallað verði eftir endurmati á þörf fyrir heimaþjónustu.


3. Erindi frá fjölskyldudeild Akureyrarbæjar dags. 2. febrúar s.l.

Félagsmálanefnd tekur jákvætt í erindið og leggur til að sveitarstjórn samþykki að verða við erindinu.


4. Erindi frá Kristínu S. Bjarnadóttur dags. 9. janúar s.l. v/einelti og erindi frá stjórn foreldrafélags Valsárskóla dags 31. janúar sl v/eineltismála.

Kynnt. Umræður um hvernig hægt er að vinna saman til að auka samstöðu og traust í samfélaginu. Ekki fleira rætt og fundi slitið kl. 15:40


Fundargerð ritaði Helga KvamSvalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is