Félagsmálanefnd

Félagsmálanefnd 1. fundur, 11.09.2014

Félagsmálanefnd

1. fundur félagsmálanefndar 2014-2018

    Fundurinn var haldinn í Ráðhúsinu 11.09.2014 kl.16:30

    Mættir eru Anna Karen Úlfarsdóttir aðalmaður, Inga Margrét Árnadóttir aðalmaður, Ólafur Rúnar

   Ólafsson aðalmaður, Eiríkur H. Hauksson sveitarstjóri, Ómar Þór Ingason varamaður og Guðfinna

   Steingrímsdóttir varamaður

 

   Dagskrá:

 1. Verkaskipting stjórnar

   Sveitarstjórn hafði áður skipað Önnu Karen Úlfarsdóttir formann nefndarinnar en eftir var að

   kjósa varaformann og ritara.

   Inga M Árnadóttir var tilnefnd sem ritari og Ólafur R Ólafsson varaformaður.

 

2. Umræður um starfssvið nefndarinnar. Sveitarstjóri lagði fram drög að erindisbréfi, nefndin óskar

   eftir að sveitarstjórn ljúki vinnu við erindisbréfið.

 

3. Fráfarandi formaður fór yfir störf og verkefni síðustu nefndar.

 

4. 1407019 Nýr upplýsingabæklingur um þjónustu sveitarfélagsins. Rætt um þörfina á að gefa út

    upplýsingabækling þar sem tiltekin er sú þjónusta sem sveitarfélagið býður upp á.

     


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is