Félagsmálanefnd

Félagsmálanefnd, 3. fundur 10.04.2012

Félagsmálanefnd
Fundargerð

3. fundur félagsmálanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í ráðhúsinu Svalbarðseyri, þriðjudaginn 10. apríl 2012 kl. 15:00.

Fundinn sátu Ómar Þór Ingason formaður, Elísabet Fjóla Þórhallsdóttir varaformaður, Eva Hilmarsdóttir ritari og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði Eva Hilmarsdóttir, ritari félagsmálanefndar.

Dagskrá:

1.  1203017 - Trúnaðarmál
Skráð í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

2.  1204001 - Yfirlit yfir veitta félagsþjónustu í Svalbarðsstrandarhreppi
Lagt fram yfirlit yfir veitta félagsþjónustu í Svalbarðsstrandarhreppi fyrir árið 2011 og það sem af er árinu 2012.
Félagsmálanefnd leggur til að þjónustuþegum í heimaþjónustu sem eru með minna en 2,5 klst á viku verði boðin aukning í 2,5 klst vikulega.Félagsmálanefnd mælist til að áréttað verði við ráðgjafa fjölskyldudeildar Akureyrar að þeir hafi sömu heimildir varðandi úrræði fyrir Svalbarðstrandarhrepp og þeir hafa fyrir Akureyri.Félagsmálanefnd leggur til að sveitarfélagið taki þátt í átaki til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn og atvinnuleitendur líkt og gert var síðasta sumar.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30.
Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is