Almennt

Félagsmálanefnd, 5. fundur 11.02.2013

Almennt

Fundargerð
5. fundur félagsmálanefndar Svalbarðsstrandarhrepps 2010-2014, haldinn í Valsárskóla, mánudaginn 11. febrúar 2013 kl. 12:30.

Fundinn sátu: Ómar Þór Ingason formaður, E. Fjóla Þórhallsdóttir varaformaður, Eva Hilmarsdóttir ritari og Jón Hrói Finnsson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Eva Hilmarsdóttir, ritari félagsmálanefndar.

Dagskrá:

1.  1302006 - Viðmið varðandi ferliþjónustu í Svalbarðsstrandarhreppi
Umræður um viðmið um ferliþjónustu fyrir aldrað og fatlað fólk í Svalbarðsstrandarhreppi.
Félagmálanefnd telur æskilegt að samdar verði reglur um ferliþjónustu þar sem sett yrðu viðmið um hámarksfjölda ferða á mánuði á hvern þjónustuþega. Einnig yrðu í þeim skilgreind viðmið um veitingu þjónustunnar sem nota mætti sem grundvöll fyrir mati á þörf umsækjenda svo afgreiðsla geti gengið hratt fyrir sig.
Fyrst og fremst verði þessi þjónusta hugsuð fyrir ferðir tengdar heilbrigðisþjónustu, skipulagðu félagsstarfi og verslunarferðum. Einnig verði sett inn í reglurnar heimild til að ákveða gjaldtöku. Starfsmönnum verði veitt heimild til að samþykkja ósk um ferliþjónustu allt að 20 ferðum á mánuði.
Sveitarstjóra er falið að gera tillögu að reglum um ferliþjónustu á Svalbarðsströnd, með hliðsjón af reglum Akureyrarbæjar.

2.  1302008 - Samningur um ferliþjónustu í Svalbarðsstrandarhreppi
Lögð fram drög að samningi við Auðun Benediktsson (Taxi no 17 ferðaþjónustu) um ferliþjónustu fyrir Svalbarðsstrandarhrepp. Samningurinn byggist á afsláttarfyrirkomulagi sem tekur mið af fjölda ferða í mánuði. Verðmæti samningsins er metið undir viðmiðunarmörkum um útboðsskyldu.
Félagsmálanefnd mælir með því að gerður verði samningur við Auðun Benediktsson á þeim forsendum sem fyrirliggjandi drög byggjast á. Lagt er til að gjaldtaka verksala verði samkvæmt gjaldmæli fremur en að samið verði um föst verð. Félagsmálanefnd felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við Auðun.

3.  1301013 - Umsókn um ferliþjónustu
Í ódagsettu bréfi, sem afhent var á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps 11. janúar 2013, er óskað eftir ferliþjónustu vegna ferða til og frá Akureyri vegna hvíldarinnlagna, sjúkrahúsheimsókna, læknisheimsókna o.þ.h. Sveitarstjóri leggur til að heimild verði veitt til aksturs eftir þörfum til þriggja mánaða og þörfin metin á grundvelli reynslunnar að þeim liðnum.
Fjóla vék af fundi þegar þetta mál var til umfjöllunar.
Félagsmálanefnd leggur til að veitt verði heimild fyrir ferliþjónusta vegna ferða sem tengjast heilbrigðisþjónustu og skipulagðu félagsstarfi, allt að 20 ferðum á mánuði. Þjónustan verði veitt á þessum forsendum þar til að almennar reglur um ferliþjónustu á Svalbarðsströnd hafi verið samþykktar.

4.  1302007 - Yfirlit yfir veitta ferliþjónustu 2012
Sveitarstjóri hefur heimilað ferliþjónustu til reynslu fyrir aldraðan einstakling vegna ferða í dagþjónustu á Dvalarheimilinu Hlíð og hvíldarinnlögn. Samið hefur verið við Auðun Benediktsson um þennan akstur. Lagt fram yfirlit yfir fjölda ferða og kostnað við þjónustuna. Sveitarstjóri leggur til að að þjónustan verði fest í sessi og sett viðmið fyrir fjölda ferða á mánuði.
Félagsmálanefnd leggur til að veitt verði heimild fyrir ferliþjónusta vegna ferða sem tengjast heilbrigðisþjónustu og skipulagðu félagsstarfi, allt að 20 ferðum á mánuði. Þjónustan verði veitt á þessum forsendum þar til að almennar reglur um ferliþjónustu á Svalbarðsströnd hafi verið samþykktar.

5.  1211025 - Virknisamningar Svalbarðsstrandarhrepps
Sveitarstjóri óskar eftir afstöðu félagsmálanefndar til þess að veitt verði heimild til að gera virknisamninga vegna einstaklinga sem ella ættu rétt á fjárhagsaðstoð frá sveitarfélaginu.
Lögð fram drög að verklagsreglum fyrir gerð virknisamninga. Einnig lagðar fram verklagsreglur Akureyrarkaupstaðar um gerð virknisamninga til hliðsjónar.
Félagsmálanefnd líst vel á að teknir verði upp virknisamningar í sveitarfélaginu og mælist til þess að verklagsreglur verði útfærðar nánar.

6.  1302009 - Fundur um kostnaðarskiptingu og fyrirkomulag þjónustu við fatlaða
Sveitarstjóri gerði grein fyrir fundi með fulltrúum Búsetudeildar Akureyrar um kostnaðarskiptingu og fyrirkomulag þjónustu við fatlaða í Svalbarðsstrandarhreppi.

7.  1101002 - Endurskoðun samnings um félagsþjónustu
Undirritaður samningur við Akureyrarkaupstað um félagsþjónustu, sbr. lið 1 í fundargerð 2. fundar félagsmálanefndar þann 12. mars 2012, lagður fram til kynningar ásamt fylgigögnum.  

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is