Almennt

Frá Valsárskóla

Almennt
Námsráðgjafa/sérkennara/kennara vantar Til starfa í Valsárskóla vantar námsráðgjafa og sérkennara, einnig kennara til almennrar kennslu og til að kenna heimilisfræði. Í heild er um að ræða rúmlega heila stöðu. Sérstaklega er leitað eftir kennara sem hefur lokið námi í námsráðgjöf og sérkennslu. Nánari upplýsingar gefur Einar Már Sigurðarson, skólastjóri í síma 8631739. Umsóknir sendist til Einars Más Sigurðarsonar, Valsárskóla, 601 Akureyri eða í tölvupósti á netfangið ems@valsar.is Umsóknarfrestur er til 21. júní 2010. Valsárskóli er fámennur grunnskóli með samkennslu nemenda. Lögð er áhersla á einstaklingsmiðaða kennsluhætti, áætlun Olweusar og uppbyggingarstefnunni er fylgt og skólinn er með Grænfánann. Svalbarðsstrandarhreppur er við austanverðan Eyjafjörð og íbúafjöldi um 400. Skólinn er staðsettur á Svalbarðseyri um 12 km frá Akureyri. Sveitarfélagið hefur mikinn metnað fyrir hönd skólans og er vel að honum staðið. Skólastjóri.

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is