Almennt

Fréttabréf Svalbarđsstrandarhrepps

Almennt
Ákveðið hefur verið að fara af stað með fréttabréf sem sent verður mánaðarlega þriðja þriðjudag í mánuði á öll heimili í Svalbarðsstrandarhreppi og hefur það hlotið nafnið Ströndungur.

Umsjónarmaður verður Sandra Einarsdóttir og viljum við hvetja alla sem hafa áhuga á að koma einhverju á framfæri við íbúa hreppsins að hafa samband við hana. Best er að senda tölvupóst á sandra.einars@gmail.com en einnig er hægt að hafa samband í síma 462-2144 eða gsm 866-2110.

 

Vonumst við til að þetta fái góðar undirtektir og verði skemmtileg lesning með marg­breyti­legum upplýsingum frá hreppnum, stofnunum, félögum og ekki síst íbúum.

 

Kveðja frá sveitarstjórn


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is