Almennt

Fundir um deiliskipulag „Eyrarinnar“

Almennt
Hafinn er undirbúningur að vinnu við deiliskipulag „Eyrarinnar“ á Svalbarðseyri, þ.e. svæðinu vestan við Svalbarð, frá Reykhúsinu Mógili í suðri að Borgarhóli í norðri. Af því tilefni verða haldnir fundir með hagsmunaaðilum á skrifstofu sveitarfélagsin fimmtudaginn 1. mars kl. 18.00 og þriðjudaginn 20. mars kl. 17.30. Fundirnir eru öllum opnir.

Tilgangur fundanna er að afla upplýsinga um hugmyndir aðila um þróun skipulagsins og framtíð­ar­nýtingu svæðisins.  Einnig er hægt að koma ábendingum og athuga­semdum vegna skipulagsins á framfæri í tölvupósti á postur@svalbardsstrond.is.

Síðar í skipulagsferlinu gefst auk þess möguleiki á að gera athugasemdir við framlagðar skipulagstillögur sbr. 41. grein laga nr. 123/2010.

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is