Almennt

Fundur um skólastefnu á mánudag kl. 17.30

Almennt
Mánudaginn 12. mars kl. 17.30 verður haldinn opinn fundur í Valsárskóla um skólamál í Svalbarðsstrandarhreppi. Fundurinn er liður í vinnu við mótun skólastefnu sveitarfélagsins. Farið verður yfir stöðu skólastarfs í sveitarfélaginu og leitað eftir skoðunum og áherslum íbúa. Núverandi og fyrrverandi nemendur, forráðamenn, starfsmenn og aðrir sem hafa áhuga eða skoðun á skólamálum í sveitarfélaginu eru hvattir til að mæta.

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is