Almennt

Fyrirlestrar í Tónlistarskólanum

Almennt
Þriðjudaginn 20. maí býður Tónlistarskólinn öllum sem áhuga hafa á tvo fyrirlestra í skólanum ásamt því að skólinn er með opið hús þar sem hægt er að koma og prófa hljóðfæri frá kl 13-15.  Kl. 15:15 munu tveir fyrrverandi nemendur skólans, Hjálmar Gylfason, gítarleikari og Jóhannes Guðni Halldórsson, trommuleikari, kynna rokktónlist í þyngri kantinum. Þeir ætla að sýna ýmislegt skemmtilegt og segja frá, víst er að þetta verður kraftmikið og spennandi. Kl. 16:00 mun Unnur Helga Möller, sópran segja frá ferðalagi sínu í söng og flytja nokkur lög úr ýmsum áttum. Unnur Helga hefur verið við söngnám í Salzburg og hefur komið víða við í söngnum.

Allir sem áhuga hafa eru velkomnir á fyrirlestrana og aðgangur er ókeypis.

Vortónleikar Tónlistarskólans verða miðvikudaginn 21. maí kl 18. Nemendur koma fram í einleik og samspili og flytja allskonar skemmtilega tónlist.  Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is