Almennt

Hlutafélag um jarđgangagerđ stofnađ

Almennt
Í gær var stofnað hlutafélag um gerð Vaðlaheiðarganga, Vaðlaheiðargöng hf. Hlutafélagið er í eigu Vegagerðarinnar, sem á 51% hlutafjár, og Greiðrar leiðar ehf. sem á 49%. Félaginu er ætlað að standa að framkvæmdum við jarðgöngin og undirbúning þeirra, en ráðherra er einnig heimilt að fela hlutafélaginu að annast rekstur og viðhald ganganna að byggingu lokinni.

Fulltrúar Vegagerðarinnar í stjórn hins nýja félags eru Kristín H. Sigurbjörnsdóttir og Kristján L. Möller en Pétur Þór Jónasson situr í stjórn fyrir Greiða leið ehf. Stjórnarmönnum verður síðar fjölgað í fimm.

Undirbúningur forvals er langt kominn og gert er ráð fyrir að hægt verði að bjóða verkið út í vor. Áætlað er að framkvæmdir geti hafist í haust og ljúki síðla árs 2014. Göngin verða 7,5 km löng og munu stytta hringveginn um 16 km.

Sjá nánar í frétt á vef Vegagerðarinnar.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is