Almennt

Íbúafundur í Valsárskóla 15. mars

Almennt
Sveitarstjórn Svalbarðsstrandarhrepps heldur íbúafund í Valsárskóla laugardaginn 15. mars kl. 11:00. Á dagskránni eru kynningar á skipulagsverkefnum og breytingum í sorphirðu sem framundan eru, auk þess sem íbúum gefst færi á að spyrja sveitarstjórn og sveitarstjóra og/eða tjá sig um málefni sveitarfélagsins. Dagskrá:

Kl. 11:00 Breytingar á sorphirðu
Farið verður yfir breytingar sem verða á fyrirkomulagi sorphirðu á vormánuðum.

Kl. 12:00 Hádegishlé
Boðið verður upp á súpu og brauð.

12:30 Skipulagsverkefni framundan
Kynning á þeim skipulagsverkefnum sem framundan eru á sviði skipulagsmála.

13:00 Skipulag nýrrar íbúðarbyggðar á Svalbarðseyri
Kynning á verkefnislýsingu og tillögum að skipulagi nýrrar íbúðarbyggðar á Svalbarðseyri.

13:30 Almennar umræður og fyrirspurnir
Fundargestum gefst færi á að tjá sig og spyrja um málefni sveitarfélagsins. Sveitarstjórn og sveitarstjóri sitja fyrir svörum.

14:30 Fundarlok

Íbúar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og nýta tækifærið til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is