Kjörstjórn

Kjörfundur vegna stjórnlagaţingkosninga

Kjörstjórn
Þann 27. nóvember n.k. fara fram kosningar til stjórnlagaþings. Kjörfundur í Svalbarðsttrandarhreppi verður í íþróttasal Valsárskóla og hefst kl. 10:00. Stefnt er að lokum kjörfundar kl. 19:00.

Kjörfundi lýkur í síðasta lagi kl. 22, en heimilt er að loka kjörstað fyrr hafi hann verið opinn í 8 klst. og ef enginn kjósandi hefur gefið sig fram í 30 mínútur. Kjósendur eru því hvattir til að mæta tímanlega. Vakin er athygli á að kosningakerfið sem notast er við krefst nokkurs undirbúnings af hálfu kjósenda áður en mætt er á kjörstað.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is