Almennt

Kveđja frá sveitarstjórn Svalbarđsstrandarhrepps

Almennt

Sveitarstjórn Svalbarđsstrandarhrepps hittist í dag, miđvikudaginn 25. mars 2020 á fjarfundi ţar sem samţykkt var ađ leyfilegt sé ađ halda fundi sveitarstjórnar í fjarfundarbúnađi á međan takmarkanir eru á samkomum.

Ţessir tímar eru um margt sérstakir, ekki nóg međ ađ veturinn hafi veriđ okkur ţungur, veđur oft erfiđ og snjósöfnun mikil heldur hefur heimsfaraldur sett daglegt líf okkar úr skorđum. Viđ óttumst eđlilega afdrif okkar og okkar nánustu og óvissan setur um margt mark sitt á samfélagiđ. En um leiđ og viđ upplifum erfiđa tíma upplifum viđ einnig samtakamátt og getu fámennrar ţjóđar til ţess ađ vinna saman og áorka hlutum sem stćrri ţjóđum getur reynst erfitt. Sama á viđ um samfélagiđ okkar hér á Svalbarđsströnd. Viđ ţurfum hvert og eitt ađ tileinka okkur breytt umhverfi og vera tilbúin til ţess ađ vinna í sameiningu ađ ţví ađ stýra hrađa útbreiđslu veirunnar. En svo minnir sólin á sig og okkur á ađ innan skamms létti snjóinn og voriđ kemur. 

Skólastarf hefur tekiđ miklum breytingum síđustu daga og í skólastarfinu er fariđ eftir tilmćlum Sóttvarnarlćknis og Almannavarna. Áhersla er lögđ á ađ halda skólastarfi gangandi, tryggja fjarlćgđir milli einstaklinga og hópa og ađ viđ séum međvituđ um smitleiđir. Allt starf sem kallar á samveru stćrri hópa eđa einstaklinga úr mismunandi hópum hefur veriđ frestađ og tónlistarnám flutt í fjarnám. Mikilvćgt er ađ öll sú vinna sem unnin er innan veggja skólanna haldi áfram ţegar heim er komiđ. Ţannig ţurfa foreldrar ađ fylgjast vel međ börnum sínum eftir skóla og blöndun milli hópa og foreldrar barna sem eru heimaviđ vegna sóttkvíar verđa ađ tryggja ađ börn ţeirra blandist ekki börnum sem eru í skóla. Ţađ stođar lítt ađ vera í sóttkví fyrir hádegi og fara svo út eftir hádegi ađ leika viđ krakkana úr skólanum. Sóttvarnarlćknir hefur gefiđ leiđbeiningar um leik barna utan skóla og ţar er leiđarstefiđ ađ börn sem eru saman í skóla, bekkjarfélagar geti leikiđ sér efir skóla en í fámennum hópum og ţá helst tveir saman.

Sveitarstjórn vill ţakka starfsmönnum framúrskarandi starf á krefjandi tímum, sérstaklega í ljósi ţeirrar stöđu ađ nýjir skólastjórnendur hafa ekki tekiđ til starfa. Viđ eigum mikil verđmćti í starfsmönnunum okkar sem bregđast viđ ţeim miklu áskorunum sem upp koma međ rólegheitum og yfirvegun, samtali og lausnum. Starfsmenn eiga samskipti í gegnum fjarfundarbúnađ og skipuleggja starf sitt útfrá ađstćđum, ađgengi ađ leik- og grunnskóla er heft og á skrifstofu hreppsins situr sveitarstjórinn einn ađ vinna og sinnir fundarhöldum og skipulagi í gegnum tölvu. Deildarstjóri leikskóla og verkefnastjóri grunnskóla, Dilla og Svala eiga sérstakar ţakkir skildar. Ţćr halda af festu utanum starf sinna stofnana. Ţćr auk sveitarstjóra, skrifstofustjóra og umsjónarmanni fasteigna sitja í viđbragđsteymi sem hittist minnst ţrisvar í viku eftir fundi almannavarna og skipuleggur hópurinn nćstu skref. Tölvupóstar, fjarfundir og sími eru verkfćrin sem nýtast viđ ađ halda utanum samfélagiđ okkar ţessa dagana. 

Sveitarstjórn hittist nćst ţriđjudaginn 31. mars. Á ţeim fundi kemur sveitarstjórn til međ ađ rćđa minnisblađ frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ţar sem er ađ finna samantekt á hugmyndum og ađgerđum til viđspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi ţess samdráttar sem blasir viđ í ţjóđarbúskapnum. Stjórn Svalbarđsstrandarhrepps mun skođa leiđir til ţess ađ bregđast viđ ástandinu og horfa til hugmynda sambandsins.

 

Međ kćrri kveđju,
Sveitarstjórn Svalbarđsstrandarhrepps


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is