Almennt

Kvöldvaka í Svalbarđskirkju

Almennt
Kvöldvaka í Svalbarđskirkju
Svalbarđskirkja hin gamla sem nú stendur viđ Minjasafniđ á Akureyri.
Frá sóknarpresti Svalbarðssóknar: Verið öll velkomin á kvöldvöku í Svalbarðskirkju sunnudagskvöldið 3. febrúar kl. 20.00! Petra Björk Pálsdóttir og Gunnar Tryggvason sjá um að kalla fram áheyrilega tónlist. Hörður Geirsson frá Minjasafni Akureyrar sýnir gamlar myndir af svæðinu og lýsir þeim. Sr. Bolli flytur fáein hugleiðingarkorn. Um er að ræða alveg ekta kvöldvöku í fögrum helgidómi, nema ekki verður lesið úr postillu Vídalíns, það verður kannski seinna.  Sjáumst kát!

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is