Almennt

Námskeiđ í skyndihjálp

Almennt
Námskeið í Skyndihjálp! Björgunarsveitin Týr stendur fyrir námskeiði í skyndihjálp fyrir íbúa Svalbarðsstrandarhrepps dagana 5.-6. apríl næstkomandi í Valsárskóla. Föstudagur 5. apríl:kl. 20:00-22:00

Laugardagur 6. apríl: kl. 10:30-16:30

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast færni og þekkingu til að beita einföldum aðferðum skyndihjálpar.Viðfangsefni

Kynning; hvað er skyndihjálp?
Undirstöðuatriði; streita í neyðartilfellum, tilfinningaleg viðbrögð eftir að hafa veitt skyndihjálp, sálrænn stuðningur og að forðast sýkingar.
Fjögur skref skyndihjálpar; tryggja öryggi á vettvangi, meta ástand slasaðra eða sjúkra, sækja hjálp og veita skyndihjálp.
Grunnendurlífgun og sjálfvirkt hjartastuð; að athuga viðbrögð, að opna öndunarveg, að athuga öndun, hjartahnoð og blástursaðferð, sjálfvirkt hjartastuð (AED), endurlífgunarkeðjan, hliðarlega og losun aðskotahlutar úr öndunarvegi.
Skyndihjálp; Áverkar; innvortis- og útvortis blæðingar, sár, brunasár, áverkar á höfði, hálsi eða baki, áverkar á beinum, vöðvum eða liðum, eitranir hitaslag/hitaörmögnun og ofkæling. Bráð veikindi; brjóstverkur (hjartaáfall), bráðaofnæmi, heilablóðfall, flog, sykursýki og öndunarerfiðleikar (astmi).

Inntökuskilyrði

Þátttakendur séu 14 ára eða eldri.

Námsmat

Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Ekki er skylda að ljúka skriflegu eða verklegu prófi.

Viðurkenning

Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossinum á Íslandi og velferðarráðuneytinu. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár.

Námskeiðsgjald: 9.000.-
Kennari: Stefán Magnús Jónsson
Þátttakendur taki með sér glósubók og skriffæri!
Áhugasamir skrái sig fyrir 2. apríl í síma: 892-7873 (Haraldur)

Björgunarsveitin Týr


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is