Almennt

Nýr sveitarstjóri ráđinn

Almennt
Jón Hrói Finnsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Svalbarðsstrandarhrepps. Sveitarstjórn vill þakka þeim sem sóttu um starfið fyrir áhugann og býður Jón Hróa velkominn til starfa. Jón Hrói er fæddur árið 1972 og er með MA-próf í stjórnsýslufræðum frá háskólanum í Aarhus í Danmörku. Hann starfaði áður sem þróunarstjóri hjá Fjallabyggð. Hann mun taka við störfum mánudaginn 19. júlí nk.

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is