Almennt

Óbundnar kosningar í Svalbarđsstrandarhreppi

Almennt
Frestur til að skila framboðum til sveitarstjórnarkosninga rann út á hádegi laugardaginn 10. maí 2014. Engin framboð bárust og því munu kosningar í Svalbarðsstrandarhreppi verða óbundnar, sbr. 2. mgr. 20. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998. Í óbundnum kosningum eru allir kjósendur í kjöri. Þeir sem sæti hafa átt í sveitarstjórn í eitt kjörtímabil að lágmarki geta þó skorast undan kjöri jafn lengi og þeir hafa átt sæti í sveitarstjórn. Upplýsingar um það hverjir hafa nýtt sér þessa heimild munu verða birtar þegar kjörstjórn hefur farið yfir gildi þeirra tilkynninga sem bárust.

Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is