Almennt

Páskahelgihald í Laufásprestakalli

Almennt
Bolli Pétur Bollason, sóknarprestur hefur beðið okkur um að koma dagskrá Laufásprestakalls um páskana á framfæri við sóknarbörn.

Dagskráin er sem hér segir:

Pálmasunnudagur 13. apríl
Páskasunnudagaskóli í Svalbarðskirkju kl. 11.00.
Barnakórinn syngur.

Föstudagurinn langi 18. apríl
Föstuganga í Laufás. Lagt af stað frá Svalbarðskirkju kl. 11.00. Lesið úr píslarsögu við upphaf göngu.  Björgunarsveitin vaktar gönguna. Súpa og brauð til sölu í þjónustuhúsinu í Laufási við komu.  Tónleikar í Laufáskirkju kl. 14.30. Hjónin Ívar Helgason og Margrét Árnadóttir kalla fram ljúfa tóna.

Í Laufás á deginum langa
liggur vor för með lið.
Hin árvissa föstuganga
og Frelsarinn þér við hlið. (BPB)

Páskar 20.apríl
Páskaguðsþjónusta í Svalbarðskirkju kl. 11.00.
Kristín Bjarnadóttir og Sóley María Hauksdóttir í Sigluvík segja frá óvenjulegri heimsókn sinni til Bandaríkjanna nú nýverið.

Gleðilega páskahátíð!


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is