Almennt

Safnasafniđ hlýtur Eyrarrósina 2012

Almennt
Safnasafniđ hlýtur Eyrarrósina 2012
Magnhildur Sigurđardóttir, Níels Hafstein og Dorrit Moussaieff. Mynd: Jón Páll Pálsson
Safnasafnið á Svalbarðsströnd hlaut Eyrarrósina 2012, viðurkenningu fyrir afburða menningarverkefni á landsbyggðinni. Dorrit Moussaieff, forsetafrú og verndari Eyrarrósarinnar, afhenti aðstandendum safnsins viðurkenninguna við athöfn að Bessastöðum s.l. laugardag. 

Viðurkenningunni fylgir 1,5 mkr. fjárstyrkur, verðlaunagripur eftir Steinunni Þórarinsdóttur og flugmiðar frá Flugfélagi Íslands. Önnur tilnefnd verkefni í ár voru Sjóræningjahúsið á Vatneyri við Patreksfjörð og tónlistarhátíðin Við Djúpið á Ísafirði.

Fjögurra manna verkefnisstjórn, skipuð forstjóra og stjórnarformanni Byggðastofnunar og stjórnanda og framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík, tilnefnir og velur verðlaunahafa.  Umsóknir að þessu sinni voru fleiri en nokkru sinni áður, meðal annars frá aðstandendum ýmissa tímabundinna verkefna, menningarhátíða, stofnana og safna.

Svalbarðsstrandarhreppur óskar aðstandendum safnasafnsins til hamingju með viðurkenninguna.


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is