Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 001. fundur, 19.07.2010

Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps.


42. fundur

 Árið 2010, 19. júlí kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 1. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.
Mættir voru undirritaðir aðal- og varamenn nefndarinnar. Jón Hrói Finnsson, sveitarstjóri sat einnig fundinn. Fundargerð ritar Sandra Einarsdóttir.
Guðmundur Bjarnason, oddviti, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

1. Kosning formanns, varaformanns og ritara.
Formaður ákveðinn Anna Fr. Blöndal, varaformaður Stefán Sveinbjörnsson og ritari Sandra Einarsdóttir. Anna Fr. Blöndal, formaður, tók við fundarstjórn.

2. Reglur um meðferð og afgreiðslu skipulagsmála.
Árni Ólafsson, skipulagsarkitekt, fór yfir helstu reglur um meðferð og afgreiðslu skipulagsmála.

3. Kynning á stöðu skipulagsmála í Svalbarðsstrandarhreppi.
Árni Ólafsson kynnti stöðu skipulagsmála í Svalbarðsstrandarhreppi. Stefán Sveinbjörnsson kom á framfæri athugasemdum varðandi vegtengingu neðan frá að nýrri íbúðarbyggð á Svalbarðseyri. Árna Ólafssyni var falið að skoða málið og koma með útfærslu í samræmi við þær hugmyndir svo nefndin geti tekið afstöðu til beggja möguleika.

4. Fundardagar og fundartími nefndarinnar.
Fundardagur ákveðinn á fimmtudegi, fyrir sveitarstjórnarfund kl. 16:00.

5.Staðan varðandi deiliskipulag á Hamarstúni.
Lagt fram til kynningar. Jóni Hróa falið að afla upplýsinga um stöðu mála.

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl. 23:00


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is