Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 008. fundur, 30.04.2007

Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps


8. fundur


Árið 2007,mánudagur. 30.apríl kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 8. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.


Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


  1. Verklagsreglur um deiliskipulag á vegum einkaaðila – Endurskoðun.


Nokkrar umræður urðu umskipulagsmálin og verklagsreglur þeim tengdar. Skipulagsnefnd telur rétt að verklagsreglurnar verði endurskoðaðar í tengslum við nýtt Aðalskipulag.


  1. Bréf frá Norðurorku hf. dags. 24. apríl s.l. v/breytingar á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps.


Lagt fram til kynningar.


3. Umsögn frá Umhverfisstofnun dags. 24.apríl s.l. v/breytingar á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps.


Lögðfram til kynningar.4.Umsögn frá Vegagerðinni dags. 18.apríl s.l. v/breytingar á Aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps.


Lögð fram til kynningar.


5.Tillaga um breytingu á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps að teknu tilliti til umsagna sem borist hafa. 


Lagt fram til kynningar


6. Tillaga um breytingu á svæðisskipulagi vegna íbúðarbyggðar og frístundabyggðar.


Lagt fram til kynningar.


7. Fundargerð 2. fundar samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998 – 2018 dags. 26. febrúar.


Lagt fram til kynningar.


8. Tillaga að niðurfellingu á Svæðisskipulagi Eyjafjarðar 1998 – 2018.


Lagt fram til kynningar.


9. Deiliskipulagstillaga vegna Vaðlabyggðar – breyting.


Fyrir liggur deiliskipulagstillaga frá Arkitektastofunni Formog Búnaðarsambandi Eyjafjarðar varðandi breytingu á deiliskipulagi í Vaðlabyggð. Skipulagsnefnd gerir verulegar athugasemdir við greinagerð sem fylgir tillögunni þar sem hún er óskýr. Einnig telur skipulagsnefnd að setja þurfi fasta hæðarpunkta á gólfplötur fyrir hús 11 – 14 í Vaðalbyggð B. Einnig telur skipulagsnefnd að taka þurfi fram hvort húsin eigi að vera einnar hæðar eða tveggja hæða og gefin hæð yfir núverandi jarðvegsyfirborð til að tryggja að húsin verði byggð í samræmi við landslagið sem fyrir er. Skipulagsnefnd fellst á að húsin á lóðum Móa- og Melafells þurfi að vera á kjallara að hluta. En einnig á þeim lóðum þarf að setja hæðarkóta á gólfplötu. Einnig þarf að koma fram með skýrum hætti hvernig fyrirhugað er að leysa fráveitumál lóðanna og aðkomu að þrónni. Einni þarf að huga að kvöðum vegna lagna t.d. í lóð Melafells, Móafells og á lóðum í Vaðlabyggð B. Deiliskipulagsuppdráttur er ekki í réttum kvarða og einnig vantar upplýsingar á hann s.s. lagnir, umferðartengingu lóða o.fl.


10. Erindi frá Sigurjóni H. Jónssyni dags. 9. apríl s.l. þar sem sótt er um leyfi til að hefja framkvæmdir við vegalagningu að Móafelli og Melafelli.


Skipulagsnefnd fellst á að heimila að umbeðin framkvæmd fari í grenndarkynningu hjá eigendum Harmrafells og Skálafells ásamt Norðurorku vegna legu lagna í vegstæðinu.

Anna Blöndal bókar eftirfarandi: Fyrir mitt leyti samþykki ég erindið að fenginni umsögn Norðurorku, vegna legu lagnanna, þar sem ég lít svo á að samþykki lóðareigenda Skálafells og Hamrafells um legu vegarins liggi fyrir í undirskrifuðu samþykki frá 7. desember 2006 ásamt vottfestu samkomulagi frá 28.september 2004


11. Frumtillaga að skipulagi þriggja íbúðarhúsalóða í landi Heiðarholts.


Lagt fram til kynnningar. Skipulagsnefnd telur eðlilegt að svæðið verði skipulagt í heild.


12. Erindi frá Hlyni Guðmundssyni dags. 25.apríl s.l., þar sem óskað er eftir samþykki fyrir frístundalóð í landi Halllands skv. meðfylgjandi yfirlitsmynd.


Skipulagsnefnd leggst ekki gegn því að reiturinn verði gerður að frístundalóð svo framarlega sem hún stangist ekki á við fyrirhugaða gerð Vaðlaheiðarganga. Einnig að fyrir liggi yfirlýsing frá lóðarhafa að ekki muni verða krafist bóta vegna þeirra framkvæmda. Jafnfram verði leitað umsagnar Vegagerðarinnar.


13.Erindi frá Hólmfríði Freysdóttur og Borghildi Freysdóttur varðandi frístundalóð í landi Meyjarhóls.


Skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti umrædda frístundalóðog leggur til við sveitarstjórn að leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar fyrir veitingu byggingaleyfis s.kv. bráðabirgðaákvæði 3.tl skipulags og byggingarlaga.


14.Erindi frá Hallsteini Guðmundssyni f.h. Hafblik-fiskverkun ehf. varðandi lóðamál Gamla Sláturhússins. Óskar eftir að byggja 420m2á lóðinni.


Skipulagsnefnd getur ekki fallist á erindið fyrir sitt leyti. Skipulagsnefnd telur svæðið ekki bera svo stórt hús þar sem ekkert athafnasvæði mun verða kringum húsið.


 

Fleira ekkifært til bókar. Fundi slitið 00.40  


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is