Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 012. fundur, 13.08.2007

Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps


12. fundur


Árið 2007,mánudaginn 13. ágúst kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 12. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


  1. Bréf frá skipulagsstofnun dags. 26.júlí s.l. vegna breytinga á Aðalskipulagi Svalbarsstrandarhrepps 1994 – 2014 vegna íbúðar- og frístundabyggðar í suðurhluta hreppsins.


Borist hefur bréf frá Skipulagsstofnun varðandi Aðalskipulag. Stofnunin gerir ekki athugasemd við Skipulagið og mælir með við Umhverfisráðuneytið að tillagan verði staðfest skv. 19.gr. skipulags og byggingarlaga. Sveitarstjóri hefur fylgt eftir tillögunni við Ráðuneytið með því að hringja, senda tölvupóst og fara þangað til ýta á að það verði afgreitt þaðan.


  1. Erindi frá Skipulagsstofnun dags. 26. júlí s.l. vegna auglýsingar á deiliskipulagstillögum vegna Vaðlabyggðar og Heiðarholts.


Skipulagsstofnun hefur úrskurðað að ekki sé hægt að lítasvo á að Aðalskipulagsbreyting og Deiliskipulagsbreyting hafi verið auglýstar samhliða þar sem 22 dagar líða á milli auglýsinga. Eftir nokkur bréfaskipti milli Svalbarðsstrandarhrepps og Skipulagsstofnunar er niðurstaðan sú að það ber að auglýsa Deiliskipulagstillöguna aftur skv.1.mgr. 23.gr. skipulags- og byggingarlaga. Það er því ljóst að mistök hafa verið gerð í auglýsingaferlinu og biður Skipulagsnefnd hlutaðeigandi afsökunar á þeim vandræðum sem þetta veldur.


 

3.Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 2. ágúst s.l. v/breytingu á deiliskipulagi Kotabyggðar í landi Veigastaða I.


Varðandi bókun síðasta fundar á 5. lið 2.mgr. þurfti sú breyting ekki að bíða staðfestingar nýs Aðalskipulags þar sem Deiliskipulagsbreytingin er í samræmi við gildandi Aðalskipulag. Deiliskipulagsbreytingin tekur því gildi 18.ágúst eftir birtingu í B deild Stjórnatíðinda. 


4.Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til Umhverfisráðuneytisins dags. 19. júlí s.l. varðandi niðurfellingu Svæðisskipulags Eyjafjarðar 1998 - 2018 .


Lagt fram til kynningar.


5. Deiliskipulagstillaga að íbúðarsvæði í landi Sólbergs.


 

 

Á fundi Sveitarstjórnar 17. júlí síðastliðinn var bókað að heimilt væri að auglýsa Deiliskipulagstillögu með nýrri vegtengingu með þeim fyrirvara að hönnun sýni að ný vegtenging sé möguleg og í samræmi við umræður á fundi íbúa Sólheimasvæðisins og framkvæmdaaðila 16. júlí s.l. Borist hefur frá Vegagerðinni afrit af bréfi frá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen varðandi Sólheimaveginn þar sem skoðaðir hafa verið aðrir möguleikar en núverandi tenging. Niðurstöður þeirrar athugunar meta núverandi tengingu besta kostinn á tengingu við Þjóðveg 1 þar sem báðar hinar kosta miklar landfyllingar og önnur mikinn halla á vegi. Einnig hafa borist bréf frá annars vegar Herði Sverrissyni og hins vegar Herði Jónssyni og Ólínu Klöru Jóhannsdóttur varðandi tengingu Sólheimasvæðisins. Í þeim koma fram skiptar skoðanir á málinu. Skipulagsnefnd leggur til að fagaðili verði fenginn til að fara yfir skipulagsskilmálana til að tryggja að mörk milli ábyrgðar framkvæmdaaðila og sveitarfélags séu ljós.


6.Grenndarkynning vegna breytinga á hámarkshæð frístundahúss á lóðinni Heiðarbyggð nr.25 í landi Geldingsár. Athugasemdir og afgreiðsla. 


Borist hafa bréf fráBirgi Stefánssyni formanni Félags sumarhúsaeigenda í Geldingsárlandi og einnig bréf frá Jóhannesi Axelssyni og Sigrúnu Arnsteinsdóttur. Hvorugur aðilinn tekur afstöðu til málsins en benda á að ákveðnir skilmálar gilda á svæðinu og lýsa þeirri skoðun sinni að öll frávik frá þeim skuli vera í háð leyfi Skipulagsnefndar og Sveitarstjórnar. Skipulagsnefnd þakkar bréfin og málefnalegar athugasemdir. Fleiri athugasemdin hafa ekki borist en athugasemdafrestur rann út 10. ágúst.

Skipulagsnefnd mælir með aðbyggingarleyfið verði veitt þar sem um lítið frávik er að ræða og umsóknin gerir ráð fyrir að húsið verði staðsett framarlega í byggingarreit þar sem land er lægst.


7.Erindi frá Tryggva Gunnarssyni f.h. Húsasmiðjunnar um að reisa auglýsingaskilti norðan heimreiðarinnar í Halllandsnes.


Skipulagsnefnd leggst ekki gegn erindinu en bendir á að ekki hefur verið mörkuð stefna varðandi auglýsingaskilti í sveitarfélaginu almennt.


8.Endurnýjun Bæjarskilta (íbúðarhúsa) í hreppnum.


Lagt fram til kynningar.


9.Yfirlýsingar um heimild til lagningar ljósleiðara frá landeigendum, vegna lagningar ljósleiðara Landsnet um Vaðlaheiðar. 


Lagt fram til kynningar.


10.Fundargerð 60. fundar bygginganefndar Eyjafjarðar frá 17. júlí s.l.


Lagt fram til kynningar.


11.Fundargerð 3. fundar samvinnunefndar um Svæðisskipulag Eyjafjarðar 1998 – 2018 frá 16. júlí s.l..


Lagn fram til kynningar


 

12.Byggingaleyfi fyrir frístundahús í landi Meyjarhóls, Svalbarðsstrandar-hreppi – bréf frá Skipulagsstofnun.


Skipulagsstofnunhafnar erindinu á þeirri forsendu að búið sé að byggja þann fjölda húsa á skipulagstímabilinu sem leyfilegt er, en bendir jafnframt á að ”gögnin gefi ekki nógu skýra mynd af fyrirhugaðri framkvæmd”. Sveitarstjóra falið að skoða málið.


13.Drög að íbúðabyggð á Svalbarðseyri.


Lagt fram til kynningar. Nokkrar umræður urðu um drögin.Fleira ekkifært til bókar. Fundi slitið kl. 23.40

 


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is