Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 014. fundur, 04.10.2007

Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps


14. fundur


Árið 2007,fimmtudaginn 4. október kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 14. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


Ágúst Hafsteinsson, frá Arkitektastofunni Form, kom sem gestur í upphafi fundar og gerði grein fyrir tillögu að staðsetningu húsa við Kotabyggð 44 til 48. Ágúst yfirgaf fundinn kl.20.45 og var þá gengið til dagskrár.


  1. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vaðlabyggðar, íbúðasvæðis í landi Veigastaða - Athugasemdir.


Við seinni auglýsingu bárust engar nýjar athugasemdir. Nefndin sér ekki ástæðu til að endurskoða afgreiðslu á athugasemdum sem fram komu við fyrri auglýsingu og vísar til bókunar á fundi 9. júlílið 6. Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagið verði samþykkt óbreytt.


2.Tillaga að deiliskipulagi íbúðabyggðar í landi Heiðarholts - Athugasemdir.


Engar athugasemdir bárust. Skipulagsnefnd leggur til að deiliskipulagið verði samþykkt.


 

3. Bréf til Ívars Guðmundssonar hjá Nexus arkitektum dags. 12. sept s.l. varðandi deiliskipulagstillögu að íbúðarsvæði í landi Sólbergs.


Lagt fram til kynningar.


4. Heildarendurskoðun aðalskipulagsins.


Rætt um stefnumörkun varðandi aðalskipulag. Samþykkt að hraða þeirri vinnu svo sem kostur er.Fleira ekkifært til bókar. Fundi slitið kl. 22.00


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is