Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 015. fundur, 27.11.2007

Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps


15. fundur


Árið 2007, þriðjudaginn 27. nóvember kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 15. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


  1. Tillaga að deiliskipulagiíbúðarsvæðis í landi Sólbergs dags. 6. nóv. s.l.


Rætt var um deiliskipulagstillögu í landi Sólbergs og greinargerð frá NEXUS Arkitektum varðandi veitu-, bruna- og frárennslismál. Einnig bárust ný snið eins og nefndin fór fram á og uppdrættir þar sem aðkoma að húsunum er sýnd.

Komið hefur verið til móts við flestar ábendingar skipulagsnefndar frá 12. september þó ekki aðkomu að hreinsivirki .

Samkvæmt verklagsreglum sveitarfélagsins um deiliskipulag á vegum einkaaðila gr.1 lið B skal fylgja tillögu greinargerð þar sem kemur fram hver annist og beri stofnkostnað af tilgreindum verkþáttum, rekstri þeirra og viðhaldi, nefndin telur því að viðræður þurfi að fara fram sem fyrst til að koma þessum málum á hreint.

Varðandi nafn á götunni telurskipulagsnefnd eðlilegt að vegurinn heiti Sólheimar til enda og rökstyður það á þann hátt að venjulega skipta götur ekki um nafn nema við gatnamót og einnig að á Akureyri er Strandgata og getur það valdið ruglingi í póstþjónustu.

 


2.Viðbygging við húsnæði Kjarnafæðis sbr. teikningar dags. 6. nóv s.l. frá Opus ehf.


Lagt fram til kynningar. Skipulagsnefnd telur að skoða megi þennan möguleika ef ásættanleg lausn finnst á færslu vegarins.

 


3.Heildarendurskoðun Aðalskipulagsins.


Rætt var umnauðsyn þess að hraða Aðalskipulaginu eins og kostur er.


4. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 22. nóv. s.l. v/breytingu á deiliskipulagi Vaðlabyggðar.


Lagt fram til kynningar.5. Bréf frá Skipulagsstofnun dags. 9. nóv. s.l. v/deiliskipulag íbúðarbyggðar í landi Heiðarholts.


Lagt fram til kynningar..


6.Fundargerðir bygginganefndar Eyjafjarðar nr.62 og 63 frá 5. okt. og 6. nóv. s.l.


Lagt fram til kynningar.


7. Bréf frá Umhverfisráðuneytinu dags. 22. nóvember 2007 varðandi undanþágu á fjarlægð bygginga frá stofn og tengivegum, vegna byggingar íbúðarhúsa við Vaðlaheiðarveg.


Ráðuneytið samþykkir undanþáguna.Fleira ekkifært til bókar. Fundi slitið kl. 23.00


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is