Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 016. fundur, 10.12.2007

Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps


16. fundur


Árið 2007, mánuudaginn 10. desember kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 16. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


  1. Tillaga að deiliskipulagi íbúðarsvæðis í landi Sólberg.


Árni gerði grein fyrir fundi sem haldinn var fyrr í dag varðandi Sólbergslandið. Fundinn sátu auk sveitarstjóra: Guðmundur Bjarnason, Gylfi Halldórsson fyrir hönd Svalbarðsstrandarhrepps, Ívar Guðmundsson og Jón Guðmundsson fyrir hönd hönnuða og Arnar Sölvason fyrir hönd eigenda. Ívar lagði fram nýja útgáfu af deiliskipulagsskilmálum þar sem tekið hefur verið tillit til flestra athugasemda sem fram hafa komið hjá skipulagsnefnd. Helstu breytingar eru í kafla 1.4 Fráveita og Brunavarnir. Fram kom að framkv.aðili kostar brunahana. Fyrir liggur samkomulag eigenda nágrannalands Sólbergs, Úlfars Arasonar og Halldórs Arinbjarnarsonar, að þeir leggist ekki gegn lagningu bráðabirgðavegar yfir land þeirra á byggingatíma.

Athuga þarf frekar um ofanvatn frá veginum. Skipulagsnefnd leggur til að heimilað verði að auglýsa deiliskipulagstillöguna.


2.Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Vaðlaborga A í landi Veigastaða.


Rætt var um umsókn um breytingu á deiliskipulagi Vaðlaborga. Rætt var um gildandi skilmála og almenna skilmála skv. aðalskipulagi.Skipulagsnefnd leggst ekki gegn auglýsingu tillögunnar að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem sveitarstjóra er falið að koma á framfæri. Nefndin bendir á að skv. almennum skilmálum um frístundalóðir er ekki gert ráð fyrir nema 1-2 húsum á hektara sem þýðir að hámarki 31 hús á svæðinu. Samkvæmt eldra skipulagi gilda sértæk ákvæði fyrir orlofshúsabyggð sem skipulagsnefnd telur að falli niður að lokinni breytingu. Einnig bendir nefndin á að setja þurfi inn í skilmála ákvæði um sameiginlega stjórn um rekstur og ábyrgð á sameiginlegum svæðum.


3. Heildarendurskoðun aðalskipulagsins.


Rætt um nokkra punkta sem Árni Ólafsson sendi varðandi skilgreiningu svæða í aðalskipulagi, sem tengist deiliskipulagi nýrrar íbúðabyggðar og þjónustusvæðis neðan þjóðvegar við gatnamót að Svalbarðseyri.


4. Bréf frá Sigurði Sveini Sigurðssyni varðandi frístundalóðir úr landi Tungu.


Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að koma þessu á framfæri við hönnuð Aðalskipulags. Nefndin bendir á að taka þarf viðkomandi spildu úr landbúnaðarnotum og gera síðan deiliskipulag af svæðinu.

 


Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl. 22.45


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is