Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 017. fundur, 14.01.2008

Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps


17. fundur

Árið 2008, mánuudaginn 14. janúar kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 17. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Anna Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 


  1. Viðbygging Kjarnafæðis á Svalbarðseyri.

Lagðar voru fram tillöguteikningar af stækkuninni. Skipulagsnefndtekur jákvætt í erindið og leggur til að nýtt deiliskipulag af svæðinu verði unnið og sett í auglýsingu sem fyrst. Skipulagsnefnd leggur til að Svalbarðseyrarvegur verði fluttur vestur fyrir viðkomandi lóð.


2.Fasteignin Breiðablik.

Lagt fram til kynningar.


3.Erindi frá Hauki Halldórssyni dags. 18.des. s.l. v/byggingu á aðstöðu- og geymsluhúsnæði norðan við Værðarhvamm.

Skipulagsnefndleggur til að orðið verði við erindinu og tekið verði tillit til þess við endurskoðun Aðalskipulags. Skipulagsnefnd bendir á að nauðsynlegt sé að leita umsagnar Vegagerðarinnar vegna fjarlægðar frá vegi.


4. Afrit af bréfi Hauks Halldórssyni dags. 17.des. s.l. til Vegagerðarinnar v/lengingu Vaðalbrekkuvegar.

Lagt fram til kynningar.


5. Erindi frá Hólmfríði Hreinsdóttur og Stefáni Stefánssyni dags. 4. janúar s.l. varðandi byggingarleyfi fyrir frístundahúsi á landspildu úr landi Sunnuhlíðar.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið, fyrir sitt leyti og leggur til að leitað verði meðmæla Skipulagsstofnunar skv. 3.tl. bráðabirgða ákvæðis Skipulags og byggingarlaga.


6. Undirbúningur að samkomulagi milli Svalbarðsstrandarhrepps og eigenda landspildu í landi Sólbergs vegna tillögu að deiliskipulagi íbúðarsvæðis.

Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála. Einkum var rætt um Sólheimaveg og fráveitumál.

 


7. Tilkynning um námskeið í skipulagsgerð sveitarfélaga og kynningu á frumvörpum til skipulagslaga og laga um mannvirki. 

Lagt fram til kynningar. Rætt um að nauðsynlegt væri að senda fulltrúa á námskeiðið.


 

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl. 22.30


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is