Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd 019. fundur, 10.03.2008

Skipulagsnefnd

Skipulagsnefnd Svalbarðsstrandarhrepps

19. fundur

Árið 2008, mánudaginn 10. mars kl. 20:00 kom skipulagsnefnd saman til 19. fundar í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri.

Mættir voru undirritaðir nefndarmenn: Gylfi Halldórsson, Hringur Hreinsson og Guðmundur Bjarnason í forföllum Önnu Fr. Blöndal. Einnig var mættur Árni K. Bjarnason, sveitarstjóri.

Gylfi Halldórsson, formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.


  1. Endurskoðun aðalskipulags Svalbarðsstrandarhrepps.

Farið yfir breytingar á skipulagsgreinargerð dags. í mars 2008 og nýjan skipulagsuppdrátt. Skipulagsnefnd leggur til að þéttleiki frístundabyggðar verði að hámarki 2 hús á ha. Jafnframt leggur skipulagsnefnd til að sveitarstjóra verði falið að ræða við Árna Ólafsson, arkitekt um hvernig eðlilegast sé að standa að kynningu skipulagstillögunnar.


2.Erindi frá Viggó Benediktssyni dags. 7. mars s.l. þar sem óskað er breytinga á byggingarreit á lóðinni Kotabyggð 37.

Skipulagsnefnd leggur til að erindinu verið hafnað.


3.Bréf frá umhverfisnefnd Alþingis dags. 26. febrúar s.l., þar sem óskað er umsagnar um eftirtalin frumvörp: Skipulagslög, 374. mál, heildarlög, mannvirki, 375. mál, heildarlög og brunavarnir, 376. mál, flutningur verkefna Brunamálastofnunar o.fl.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.


4. Sparkvöllur.

Lagt fram til kynningar yfirlitsmynd, hæðarsett frá VST hf. Nauðsynlegt að taka sem fyrst ákvarðanir varðandi efnisval o.fl. þannig að hægt sé að ljúka hönnun.


5.Afrit af bréfi Þorbjörns Haraldssonar slökkviliðsstjóra dags. 18. febrúar s.l. til byggingarnefndar varðandi afhendingu gagna.

Lagt fram til kynningar.


6.Önnur mál.

a) Lagt fram erindi frá Mána Guðmundssyni dags.10. mars s.l. f.h. landeigenda Halllands, þar sem óskað er eftir að taka 11.292 fm landspildu úr landi Halllands, skv. afstöðumynd dags. 16.1. 2008 unninni af Guðmundi Gunnarssyni hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, verði tekin úr landbúnaðarnotum og gerð að sjálfstæðri lóð.

Skipulagsnefnd leggur til að erindið verði samþykkt.

Fleira ekki fært til bókar. Fundi slitið kl. 23.40


Svalbarđsstrandarhreppur  |  Ráđhúsinu  |  601 Akureyri  |  S. 464-5500  |  postur@svalbardsstrond.is